Færsluflokkur: Dægurmál

ó borg mín borg

 

 Það er nú þannig að hugurinn hefur leitað óvenju mikið til Barcelona nú í morgun. Kanske er skýringuna að finna í því að ég er búin að vera í meira sambandi við vinkonu mína þar síðustu daga en undanfarið vegna frágangs á mínum málum þar. Það er nefnilega enn einn daginn "virkilega" mikið að gera hér á bæ og þá hugsar maður til þeirra stunda er setið var á kaffihúsi í Borne eða bara stroll niður Römbluna eða Gracia - en veruleikinn er hér og nú en tíminn í Barcelona var yndislegur og á meðan ég skúraði salinn áðan rifjaði ég upp í huganum staði og stundir í þessari yndislegu borg sem ég lærði svo vel að meta. Ég var nú líka að spjalla við eina af mínum betri vinkonum í gær sem er við störf niður á eyjum sem við elskum báðar - Mallorca - þannig að hugurinn leitar til suðurs þessa dagana - skrítið ha.

 Nú er að hefjast um 400 manna ættarmót hér niður í Féló og komum við eithvað aðþví með  kaffiveitingum,  sem eru með nokkuð þjóðlegum hætti. Kleinur - pungar og flatbrauð í aðalhlutverki á borðinu - allt bakað af kvenfélagskonum hér á Klaustri. Sambýlismaðurinn er við stjórn þar en ég hér á telinu með Svíanum og hálfa Frakkanum - stuð hér hjá okkur, verið að dekka salinn og gera klárt fyrir kvöldið en það eru 2 stórir hópar í húsi og því lítið um lausa eins og við segjum hér en það eru einstaklingar.

Bueno fin del semana


Já góðan og blessaðann

 

Nú erum við settið farin að telja niður, það er þá daga sem við erum með illa yfirbókaða hér á telinu og reiknast okkur til að þess ljúki um miðjan ágúst. Þannig að við erum að tala um c.a 3 vikur til viðbótar í stanlausu fjöri eða þannig. Það er nú svo að telið okkar er staðsett á einum fegursta stað landsins og mjög vel í sveit sett fyrir þá er leggja leið sína um suðurströndina og austur að Höfn. Sem sagt við þjóðveg EITT og í alfararleið þar erum við. Við hér á Klaustri gefum út bækling með upplýsingum um allt það helsta sem hér er að sjá og skoða á okkar svæði og rennur hann út eins og heitar lummur. Sá "græni" en bæklingurinn er grænn að lit er með mynd af Systrafossi á forsíðu og er stundum erfitt að útskýra fyrir erlendum gestum okkar hvar fossinn er, því það er jú svo að stundum er skrúfað fyrir vatnsrennslið og það er bara engill foss. Þeir eru þá búnir að skella sér í gönguferð í leit að fossinum og ekki fundið, koma til baka og skilja hvorki upp né niður í þessu. En hér er bara flottast á góðum degi, eins og nánast allir dagar í júlí hafa verið. Orkan frá jöklinum - það er það sem heldur okkur gangandi hér.

Hasta pronto

 


Loksins

 

Þá á að gera tilraun til að ljúka smá pistli en undanfarið hefur ekki gefist tími til slíks. Enn einn dagurinn sem er með þeim hætti að það eina sem mann langar að gera er að koma sér út bakdyramegin og koma ekki inn aftur. Sem sagt alveg endalaus vandamál sem væri kanske betra að sætta sig við ef maður hefði eithvað komið að því að skapa þau sjálfur. Nú er það að verða svo að þolinmæði og þrek er að komast að lágmarki og gott væri ef þessu færi nú að linna en því miður þá sjáum við nú fram á óþarflega marga daga framundan með svipuð vandamál og leiðindi. En á morgun kemur  nýr dagur og vonandi jafn bjartur og fagur og dagurinn í dag, þá er allt svo miklu skemmtilegra eða þannig. Það er nú svo komið fyrir okkur settinu hér á Klaustri að við erum farin að sjá frí í desember í hyllingum og þá er illa komið ekki satt - ennþá bara júlí.

Framkvæmdir við væntanlegt heimili okkar í höfuðstaðnum ganga vel að því að okkur er sagt, þar sem öll plön um að skjótast í bæinn til að fylgjast með hafa runnið út í sandinn. Nota bene til skiptis vissum að það væri nú ekki miklir möguleikar á að fara bæði. En sem betur fer þá erum við með gott fólk sem sér um þetta allt fyrir okkur og vonum við að allt verði nú eins og á að vera þegar við kíkjum næst til byggða sem verður í næsta mánuði. Verður spennandi að sjá hvað hefur gerst á þessum vikum síðan síðast.

Hasta luego

 


Jæja gott og blessað kvöldið

 

Er búin að gera nokkrar tilraunir í dag til að setjast niður og skrifa nokkur orð, en það er vonandi að takast núna. Hér er sem sagt búið að vera mjög mikið að gera, varast að segja ofnotaða orðið "brjálað". Það ætti nú heldur ekki alveg við miðað við þá merkingu sem ég legg í það orð en það er búið að vera virkilega mikið að gera. Sömu vandamálin ennþá, það er yfirbókanir með tilheyrandi vandamálum.

Gamla settið mitt er í heimsókn þessa dagana - yndislegt að hafa þau. Þau eru nú ekki mikið fyrir það að taka því rólega eru nett ofvirk stundum, garðurinn er búinn að fá sína hreingernignu - pallurinn sína vörn, þannig að á Skerjó er allt komið í topstand núna. Bíð bara eftir að mútta skelli mér í vélina og út á snúru í smá viðringu. Það veitti nú reyndar ekki af en stendur til á morgun að bæta aðeins úr því, þá á að gefast tími til smá útiveru og hvíldar sem alveg er kominn tími á. Nú er bara að krossa fingur og vona að ekkert óvænt komi upp á til að skemmileggja það plan. Mikil tilhlökkun - rétt eins og vikufrí sé framundan, en ekki bara hálfur en nota bene sólardagur á Klaustri.

Hasta pronto


Aftur komin helgi

 

Hér er það nú svo að maður veit nú varla hvaða dagur er en rankar aðeins við sér þegar maður heyrir ungliðahreyfinguna tala um ballið sem verður á laugardaginn, já ok það er aftur komin helgi. Það eru flestir dagar eins þannig að auðvelt er að tapa áttum á því hvaða vikudagur er. Gestir okkar eru eins og gengur mjög misjafnir og það liggur nú ekki alltaf vel á þeim öllum og ef farið er vitlausu megin framúr er til valið að skeita skapi sínu á okkur starfsfólkinu við morgunverðinn. Þokan sem lá yfir öllu í morgun lagðist frekar illa í eina breska frú sem var alls ekki tilbúin í ný ævyntýri með sínum kalli og hafði hreinlega allt á hornum sér alveg frá því í gærkveldi. Hún er nú farin blessunin og vona ég nú svo innilega að hún láti karl tuskuna ekki fá svipaða yfirhalningu í dag eins og okkur í morgun en reyni frekar að njóta þess að vera  hér á okkar fallega landi. Það er sem sagt ekki alltaf bara gleði og gaman að taka á móti erlendum ferðamönnum. stundum eru þeir bara hundleiðinlegir og þá er um að gera að reyna að taka því með bros á vör þó ekki sé alltaf auðvelt og hana nú. Sem sagt nokkrir erfiðir og ekki svo skemmtilegir dagar að baki og bara skemmtileg heit framundan ekki satt.

Buen fin del semana


Klaustur-líf

 

Það er nú eiginlega að verða rétt nefni á lífi okkar sambýlinganna þessa dagana. Skokkað niður á tel um miðja nótt eða þannig og drattast yfir götuna aftur þegar liðið er fram á kvöld. Höfum nu verið að skiptast á að fara út um miðjan daginn svona til að fá smá ferskt loft í lungun en það er nú ekki alltaf að takast. I dag voru fæturnir frekar þungir þannig að þó vilji væri fyrir því að fara í smá göngutúr dugði það nu eiginlega ekki til. Alla daga er lagt upp með að gera betur og byrja aftur að hreyfa sig utan vinnu og verður haldið áfram með það áform þar til tekst. Bæði erum við með á silfurtæru að þegar upp er staðið þá verðum við orkumeiri eftir útivist og æfingu, engin miskun nú er bara að byrja, þurfum smá spark í aftur endann núna. Það er svo fjári auðvelt að detta i þetta far sem er manni orðið nokkuð tamt og gleyma loforðinu sem ég gaf sjálfri mér áður en ég fór frá Barcelona - upp að Systravatni tvisvar í viku allavega auk þess að fara í okkar nýju frábæru sundlaug daglega. Nú er bara að skipuleggja sig og koma sér í gang. Koma sér í rútinu eins og í borg Börsunga, sakna hennar nú stundum.

Hér voru að detta inn Spánverjar þannig að það gafst tækifæri til að taka netta æfingu á spanglishið.

 

Hasta luego


Blíðan

 

Það er yndislegt veður hér í dag, og allar líkur á að það haldist út vikuna þannig að ef það gengur eftir þá er alveg ljóst að við fáum mun betra veður hér á Klaustri í júlí þetta árið saman borið við undanfarin tvö ár. Ji þetta varð alltof löng settning ekki satt. Það er nú búið að vera tiltullega rólegt hér í gær og í dag en mun breytast undir kvöld, þá fyllist allt en það er ekki mikið rennerí nú er traffíkin fyrir austan okkur og vestan allt að gerast þar núna. Humarhátíð hjá Hafnarbúum og landsmót á Hellu.

Hér í vinnunni er aðal tungumálið enska þessa dagana, nú eru útlendingarnir mættir til vinnu hjá okkur og er þetta nokkuð alþjóðlegt. Danmörk, Ungverjaland, Pólland, Svíþjóð og Frakkland og svo okkar yndislega Ísland, þannig að við notum tungumálið sem við öll tölum og skiljum - ensku. Nú er hluti af flokknum utan dyra að þvo glugga og þrífa til í blíðunni, og eru hæst ánægð með það. Fullt hús í kvella og því ljóst að flokkurinn verður inni í þrifum á morgun. Njótum því dagsins í botn.

Buen fin del semana


Júlí veður mætt

 

Það er svo skrítið hér á þessum yndislega stað Kirkjubæjarklaustri að í júlí mánuði nú síðastliðin tvö ár er búið að vera rignig nánast upp á dag og það brást ekki í morgun rigning og rok. Ekki beint sumarlegt eða þannig og í fyrrasumar var það orðið þannig í lok júlí að við vorum farin að tala um þunglyndisveður svo illa lagðist rigningin í mannskapinn dag eftir dag. Vonum svo sannarlega að það ekki verði neitt svipað upp á teningnum þetta árið þó ekki lofi byrjunin góðu. Hér eru allir gestir í úlpum með húfur og trefla rétt eins og hæfir á góðum haustdegi en ekki júlíbyrjun eða er það. Hér er búið að vera fullt út úr húsi í kvöld og færri komist að en vildu í mat hjá okkur því miður. Kvöldið er að klárast og við að hluta til líka og verður ekki slæmt að skutla sér á koddann á eftir, fram að því að klukkan hringi rétt um sex leitið.

Buenos noches


Stemmning

 

Já nú er lævi blandið loftið í húsinu og skemmtileg stemmning í eldhúsi, alltaf aðal stuðið þar þegar kvölda tekur. Ásræðan - jú það er grill teiti hjá ungliðahreyfingunni á eftir þegar vaktinni lýkur. Þetta er samhentur hópur sem stendur þétt saman og ekki vandamál að skipta um galla og taka hjálpa til þar sem þar eins og hefur verið undanfarið vegna veikinda. Í júní mánuði er búið að vera mikið álag þar sem telið er nánast fullbókað allar nætur og það þarf nokkur handtök til að þrífa og koma öllu í stand aftur fyrir næstu gesti. En þegar maður spilar í svona "Dream Team" þá er allt svo miklu auðveldara. Þannig að nú er smá teiti hjá þeim í kvella og svo bjóðum við útlendingahersveitina velkomna í vikunni en í vikulok verða þau öll komin, Frakkland, Danaveldi, Pólland og Ungverjaland. Sem sagt stuð á hóli.

Hasta luego

 


Laugardagsblús

 

Því miður ekki í Laugardalnum bara hér í klaustrinu á Klaustri, en hluti af ungliðahreyfingunni okkar er á staðnum fyrir hönd okkar hinna. Hér er allt með hefðbundnu sniði ekki neinir útútdúrar núna sem betur fer og allllir gestir hótelsins inni í veitingasal að borða akkúrat núna eitthundrað og tíu stykki. Betri helmingurinn er inni í eldhúsi að passa upp á allt rennsli þaðan og fram í sal og ef allt fer sem horfir þá erum við að  komast út SNEMMA í kvöld. Litli bróðir er á tjaldstæðinu með sína familíu og er meiningin að kíkja aðeins á þau á eftir í einn kaffi eða svo í ferðahúsið þeirra.

Ég fékk ábendingu frá hluta af ungliðahreyfingunni að hætta að hengja þvott á snúrurnar heima á Skerjó þar sem það væri skothelt að um leið og ég væri búin að hengja upp - kæmi skúr. Sem sagt allt þvottagleði minni að kenna að hér koma skúrir um miðjan dag alla daga. Þvottahúsið hér á bæ er mitt hobbý herbergi segir sambýlismaðurinn og sennilega er eithvað til í því, það er sá staður í þessu húsi sem ég á hvað auðveldast með að gleyma mér um stund við að brjóta og vesenast í þvotti sem alltaf er nóg af á svona stóru heimili.

Hasta luego


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband