Netið

 

 

Jibbí oh já þá er ég komin með nettengingu í "Draumahöllina" og verð að segja váááá´. Maður verður hreinlega háður tölvunni og því að geta fylgst með hvað er að gerast heima. Þá kemur næsta spurning hvað er maður þá að gera í útlöndum. Stórt er spurt og kanski lítið um svör, en veður já þetta sívinsæla umræðu efni okkar Íslendinga spilar inní, nú svo og að reyna að tala aðeins berta Spanglish en ég er nú að verða þokkaleg í því, en Kasalíanska hún er að koma en málfræðin er enn að þvælast fyrir mér.  Að ekki sé talað um að vera að þvælast í Katalóníu þar sem allir tala jú Katalónsku, bara til að rugla mann og annann. Kann alveg þrjú orð í því ágæta tungumáli en kann alls ekki að skrifa þau, nema adeo sem er bless.  En ég er nú mikið þakklát þeim ágæta náunga sem loksins mætti til að tengja síma og net þannig að GSM síminn fær pínu hvíld og buddan líka.  Ekki mjög budduvænt að notast eingöngu við þau tæki en hvað gerðum við fyrir tíma GSM símtækja. Ég minnist þess þegar ég var að vinna á eyjunni fögru Mallorca fyrir eigum við að segja hundrað árum. Nei það var á því herrans ári 1992 og þá vorum við ekki með þessi "tól" upp á vasann allan sóalhringinn eins og nú er. Þá var hringt heim einu sinni í viku og spurt frétta og sagt frá því markverðasta og þegar næsti sunnudagur rann upp þá sama aftur.  Ég hef nú reyndar haldið í þenna sið æ síðan að hringja í "gamal settið" ef ég er við störf erlendis lengri tíma að hringja einu sinni í viku og þá helst á sunnudögum. Það eru jú ekki allir jafn mikið nettengdir og við eða er það.

Nú þarf ekki að skrifa sig hér inn annan hvern dag, ég er með nettengingu þökk sé Telefonica í Barcelona.

Hasta manana

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband