13.3.2008 | 21:31
Þokan
Margt býr í þokunni, mikið til í því ekki satt. Hér undir kvöld grúfði þykk þokan sig yfir land og sæ þannig að ekki sá í ljósin í krikjunni á Tibidabo fjalli. Nú eru allir sem vettnlingi geta valdið að gera sig klára í að yfirgefa borgina og þar mað þokuna yfir páska vikuna - Semana Santa - . Í staðinn fyrir heimamenn koma ferðamenn sem fylla upp hótel og hinar mýmörgu íbúðir sem til leigu eru hér til lengri eða skemmri tíma. Veðurspá er góð þannig að Barcelona tekur vel á móti þeim sem eru að leita að hlýrra loftslagi en þeir hafa heima fyrir svona rétt eins og við Íslendinar. Þegar þokan skríður svona inn yfir landið og þokar sér upp hlíðarnar hér ofan við borgina verðu allt svona pínu leyndardómsfullt og pínu spúkí. Minnir mig á kafla úr Skugga Vindsins og verður mér hugsað sögupersónanna í þeirri bók þegar ég lít út um gluggana núna. Þokan fær nú reyndar sem betur fer yfirleitt ekki að stoppa lengi, sólin verður komin af stað með morgni og þurrkar þetta mistur upp.
Enn og aftur er komin helgi, og ekki verður leiðinlegt að fara á flugvöll á morgun því auk þeirra gesta sem ég fer og tek á móti þá verður einn alveg sérstakur sem sagt maðurinn minn. Loksins loksins þá er nú komið að því að hann komi í heimsókn til mín. Verður ekki leiðinlegt, engin plön, ekkert skipulagt bara horfa út í þokuna. (hann er örugglega bara að koma til þess ekki satt)
Ef ég pára ekkert fyrr en eftir helgi aftur þá er skýring á því.
Nos vemos
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það gott með Kalla þínum...oh, hvað þetta er örugglega kærkomið fyrir ykkur!
Knús og páskakveðja
Gréta
Gréta Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.