Hjól

 

Þá er nú kominn mánudagur aftur, helgarnar mikið fljótar að líða alltaf. En á föstudag þá var nú haldið í leiðangur, á milli þess að vera búin í skrifstofuvinnunni og að fara út á flugvöll. Meiningin var sem sagt að kaupa tvö stykki hjólakort. Þar seem við settið, maðurinn minn og ég vorum búin að sjá okkur fyrir hjólandi í góða veðrinu meðfram ströndinni.  Það var nú ekki alveg svona auðvelt að hægt væri að labba sér þar inn og segja við afgreiðslustúlkuna tvö stykki kort takk. Ég var mætt með mína spænsku kennitölu sem maður þarf að hafa með sér til að geta verslað kortið, en þá kom í ljós að það er bara hægt að fá eitt kort á hverja kennitölu. Nú og þá var ákveðið að kaupa það og greiddi ég fyrir með mínu spænska bankakorti þar sem hún vildi ekki sjá það íslenska. Þá kom nú að því að ég hélt að ég fengi nú þetta eina kort sem ég gat keypt, nei það tekur 10 daga að fá það afgreitt. Sem sagt rómantíski hjólatúrinn farinn fyrir lítið og ég fæ þetta eina kort einhverjum dögum eftir að kallinn fer heim. Stutt og laggott ferðamenn geta ekki verslað sér dagskort hvað þá fyrir lengri tíma til að nota þessi farartæki sem er að finna hér um alla borg. Ekki ennþá er svarið, spurning hvað það tekur langan tíma að hanna fyrirkomulag sem gerir að kleift.

Þar sem ekki kom til greina að hjóla um borgina, nú þá er það strætó og labba sem er nú reyndar það sem ég hef gert undanfarna mánuði. Í gær var ákveðið að halda upp í Tibidabo fjall og til þess að komast þangað tókum við strætó að Katalóníutorgi. Þaðan var það jarðlest upp á Tibidabo götu, kaffi bolli á torgi þar áður en haldið var í næstu röð, sem var við bláa sporvagninn sem sniglast upp á hæðina. Þegar þangað er komið tekur við gamall skröllt vagn sem gengur upp síðasta spottann. Þegar upp er komið er ægifagurt útsýni yfir borgina og allt næsta nágrenni milli fjalls og fjöru. Þarna uppi er Tívolí, lítið en sætt og þar getur maður sveiflast um í hinum ýmsustu tækjum fram og til baka eiginlega hangandi utan í fjallshlíðinni. Þeim sem vanari eru stórum tækjum í svona görðum finnst þetta nú reyndar vera óttalegt barnatívolí, seem það sennilega er. En hvenær hættir maður nú að vera smá barn í sér.

Nú er Semana Santa eða Páska vikan mikið um ferðamenn af hinum ýmsustu þjóðernum hér í borg, að spranga sig um stæti og torg og drekka í sig menninguna hér. Þeir heimamenn sem ekki hafa þegar komið sér úr borginni leggja nú land undir fót og koma til baka aftur eftir helgi.

Hasta pronto

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband