25.3.2008 | 19:11
Strönd og mannlíf þar
Það var staðið við það i morgun eftir að búið var að skúra allt út og viðra (tímanum ekki eytt í það með gamla í heimsókn í rómantískri flensu) að rífa fram skokk skóna og fara niður að strönd. Skokkað hinn venjulega rúnt sem reyndar stendur til að lengja á næstu dögum. Sá ég þá að það var búið að opna alla strandbari sem selja kaffi fram eftir degi sem og aðra drykki, sólbekkir mættir á svæðið og búið að græja sturtur og snyrtingar sem sagt allt tilbúið fyrir efðbundið strandlíf. Ekki vantaði heldur fólkið til að njóta alls þessa, heimamenn í sínum flíspeysum og úlpum en við útlendingarnir á stuttermabol enda ekki úlpuveður í dag. Ég er nú reyndar hin mesta kuldaskræfa og er með dágóðan lager af Cintamai og 66 N fatnaði en í dag var mér of heitt í langermabol á skokkinu. Ekki var þó lagst í sólbað þennan daginn en ég sá að það er tilvalið að taka með sér eina eða tvær evrur og fá sér einn góðan kaffibolla og njóta sólar áður en haldið er heim í sturtu. Efast nú reyndar alveg stórlega um að það teljist til hollustu en einn til tveir bollar á dag er það ekki bara í lagi.
Tæknin er hreint yndisleg allavega stundum ekki satt, nú er ég komin með svokallaðan tölvusíma sem er tær snilld. Get talað við vini og vandamen án þess að borga mökk af rándýrum evrum fyrir. Sem sagt bara fast gjald og ég er á línunni nokkuð lengi eða þannig bara frábært. Þarf heldur ekki að því að mér er sagt að óttast að hafa ekki góða nettenginu þar sem hið eina sanna Telefonica er með sendi hér rétt í nálæðinni. Ég er því í góðum málum með þessa hlið tæknimála, segi nú líka stundum hvernig fórum við að hér áður að vinna erlendis, engar tölvur, engir farsímar og við fararstjórar bara roleg úti á götu og svona vonuðum að rútan okkar kæmi nú á réttan stað á réttum tíma. Í dag er það farsíminn og tölvan sem eru okkur lífsnauðsynleg án þeirra værum við sennilega töluvert fleiri að sinna þessu starfi hér núna.
Nú á að setjast í sófann og horfa á eina rómantíska ræmu á spænsku svona til að ná betri tökum á Spanglishinu án Katalónskra áhrifa.
nos vemos
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.