Flensa

 

Þá er nú flensa að herja á mann hér, er búin að fá einn skammt reyndar í fluttningunum heima og gat þá kennt veðrinu heima um. En nú er ekki því að heilsa það er flensu ástand hér í Barcelona líka. Hiti og endalaust nefrennsli og hálsbólga lítið skemmtilegt, og frekar óþægilegt fyrir fararstjóra sem þarf að nota röddina á morgun í skoðunarferð. En ég á von á Panodyl hot með vélinni í kvöld þökk sé kveskörungi einum heima á Fróni sem ætlar að koma því til mín. Þessi verningur fæst sem sagt ekki hér í borg Börsunga, búin að fara á nokkur apotek og hér hrista menn bara hausinn þegar ég spyr á mínu Spanglish um duft til að setja í heitt vatn og drekka sem heitir Panodyl hot.

Annars er nú lífið hér að falla í sínar föstu skorður eftir páskafríið, nema strætó það er að segja vagnstjórarnir, þeir eru annan hvern dag í "rólegheitum". Sem þýðir að þeir aka þriðju hverja ferð eða svo eða bara ekkert þann daginn. Þannig að þá er bara að stökkva á næstu jarðlestarstöð og troða sér í eina lest sem er á leið c.a á þann setað sem leið manns liggur hvert sinn.

Á morgun er það borgarferð á slóðir Gaudis,  en ég og hans verk hér erum nú að ná saman og hef ég mikla ánægju af og er alltaf uppgötgva eithvað nýtt. Enda óendanlega mörg smáatriði á hverjum stað og hver með sitt sérkenni. Eitt þó sameignlegt tengist trú og náttúru.

Hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband