Mánudagur og það ekki til mæðu

 

Vorið er komið og grundirnar gróa, eða þannig nú er kuldakastið í norður evrópu sennilega búið. Það merkjum við hér á því að nú er nánast logn sólin skín og ætlar sér að halda því áfram alla vikuna og hitastigið verður um 20 gráður eins og í gær. En í síðustu viku fengum við aðeins að kenna á þessu kasti þarna fyrir norðan því hér var óvenju svalt í nokkra daga.

Klukkan breytt og það var að sjá i strætó í morgun á leið í vinnuna, að börnin sem voru flest í fylgd afa eða ömmu á leið í skólann voru ekki alveg búin að ná þessu pínu syfjuð og þreytt. En ákaffihúsinu mínu vor allir mættir og háværar umræður að vanda um boltann og stóra vandamálið VATN. Það er af mjög skornum skammti til hér í Katalóniu eftir veturinn og óttast menn hér meiri skömmtun á þeim vökva en undanfarin ár. En það er búið að kveikja á gosbrunnunum við Placa Espania ekki spáð í vatnsskort þar, enda ekki drykkjarvatn sem notað er.

Brottför og koma hjá löndum okkar hér í kvöld þannig að dagurinn verður pínu langur.

Hasta manana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband