Hárhönnun

 

Í gær skellti ég mér á eina af hinum fjölmörgu hárgreiðslustofum hér í borg, búin að skanna þetta aðeins og skoða hvaða stofa mér fannst koma til greina. En hárgreiðslustofur eru hér á öðruhvoru götuhorni og líta út fyrir að vera eins misjafnar og þær eru margar. Ég reyndi nú að vanda valið enda ekki alveg sama hvað sett er í hárið á mér, góðu vön að heiman hjá stelpunum á Hárhönnun. Byrjað var að leita að stofu með Aveda vörur, þær hárvörur fyrir finnast ekki í henni Barcelona. Þá var skannað hvað var svona aðeins tískulegt, og fannst ein sem sagt í miðbænum rétt við Passeig de Gracia. Tókst mér að koma piltinum sem tók verkið að sér að ég vildi hafa litinn eins líkan því sem eftir var og hægt væri, það er að ég hélt. En honum fannst endilega að hárið mitt væri aðeins of dökkt þannig að hann setti ljósari lit í sem sagt ég er nokkurn veginn Legally Blond núna. Þegar hann var búinn að pensla og sletta aðeins framan í mig og klína þessu aðeins of mikið niður á ennið fór ég að hafa nettar áhyggjur af hvernig útkoman yrði.  Sleppur til en hárið sem skiptir okkur nú öll pínu máli hefur verið flottara, enda eigum við heima alveg frábært fagfólk í hárgreiðslu. Alltaf erum við jú líka að fárast yfir þvi hvað það kostar að láta klippa sig og strípa - það kostar meira hér á einni svona betri stofu sem rétt kemst með tærnar þar sem okkar fólk er með hælana.  Sem sagt ég bíð spennt eftir að sjá hvernig ljósa hárið verður eftir c.a 15 - 20 daga.

Á von á óvæntum gestum um helgina, verður ekki leiðinlegt, litli afmælingurinn frændi minn kemur með stóra bóður og múttu sinni.  Þannig að til stendur að skanna dýragarðinn og heimsækja litla tívolíið á Tibidabo hæð. Hlakka mikið til.

Hasta pronto

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband