Kaffiklúbbur

 

Nú erum við nokkrar konur a ýmsum aldri en eigum það sameiginlegt að vera ættaðar frá okkar fallega Íslandi, farnar að hafa það að venju að hittast á þriðjudögum yfir kaffibolla. Hittingur var í gær á torginu fyrir framan dómkirkjuna, síðast við Santa Maria del Mar þannig að nafnið á kaffiklúbbinn er komið - Kirkjuklúbburinn. Þær eru allar með börn á skólaaldri nema ég sem er svona eins og amman í hópnum. Þetta er bráðskemmtilegt, mikið spjallað og verið að bera saman bækur sínar um lífið og tilveruna hér í Barcelona. Það gengur á ýmsu hér hjá okkur í nettu basli við kerfið sem allt er frekar þungt í vöfum, eða við bara búnar að gleyma hvernig þetta er allt heima. Þannig að við styðjum hver aðra, skiptumst á upplýsingum og njótum samverunnar. En svo er það sushi klúbburinn en við erum nú bara tvær i honum ennþá og það er í hádeginu á fimmtudögum sem við hittumst og prufum okkur áfram í sushi fræðum. Það er sem sagt fullt að gera í því að hitta fólk hér og þar sem er hreint frábært.

Nú er ég loksins komin með hið margumtalaða hjólakort, nota það óspart til að fara á milli staða hér enda veður til þess. Brakandi blíða dag eftir dag og áhyggjur manna hér aukast jaft og þétt vegna yfirvofandi vatnsskorts. Á kaffihúsinu mínu í morgun þar sem hittast þeir sem vinna hér í nágrenninu og fara yfir málin, fótboltann og pólitík er aðal umræðuefnið núna VATN. Nú má fólk ekki vökva lóðina sína án þess að eiga það á hættu að verða sektað og ekki má setja vatn í sundlaugar. Það er bara byrjun apríl þannig að ótti manna við vatnsskort er eðlilegur. Svo komum við Íslendingarnir hér kunnum þetta ekki alveg og förum til að byrja með frekar óvarlega með þennan dýrmæta vökva.

Nú er von á góðum gestum í kvöld með vélinni, systir mín og tveir frændur og verður afmælisveisla á sunnudag - allan daginn þar sem á að halda upp á 4 ára afmæli litla kallsins þá.

buen fin del semana - hasta lunes

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband