7.4.2008 | 08:14
Afmælishelgin hjá litla kallinum
Þá er aftur kominn mánudagur, en þessi helgi er búin að vera yndisleg. Fékk heimsókn á föstudag, gesti sem eru að fara heim í kvöld. Litli kallinn átti afmæli í gær og var farið í dýragarðinn og tívolí í tilefni dagsins. Dýragarðsferðin tók nokkra klukkustundir, skoðuð var höfrungasýning en þó voru það ljónin sem þóttu mest spennandi. Þó heitt væri í gær og við á spænskum hádegisverðartíma í garðinum þá voru þau vakandi og spræk. Ekki fannst honum litla frænda mínum öll dýrin vel hrein og lagði til að þó færu nú að baða sig í þessum tjörnum sem hjá þeim voru í búrunum. Eftir dvöl í dýragaðinum tók við ferðalag upp að Tibidabo og blái skröltormutinn tekinn upp að fjalli og snigillinn lokasprettinn, þetta eru gömul farartæki og þó frændum mínum mikið gaman að fara þarna upp eftir með þeim. Eftir nokkra snúniga í hringekjum og tilheyrandi þarna hátt uppi þaðan sem gífurlega fallegt útsýni er yfir borgina var haldið til baka. Yndislegur dagur í frábærum félagsskap.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.