8.4.2008 | 11:24
Pappírsflóð
Hér í vinnunni hjá mér standa yfir breytingar, það er í konsúlatinu. Þetta er nokkuð stórt húsnæði sem á að fara að nýta betur, hér verður líka skrifstofa fyrir góðgerðarfélag. Þannig að ég er búin að vera í því að fara í gegnum gamla pappíra og henda og það ekki lítið af þeim. Hér áður voru allir bæklingar, tímarit og dagblöð geymt fyrir nú utna annað dót. Í dag er mogginn lesinn á netinu og enginn kemur hér við til að fá gamalt tímarit eða blað að láni. Mikið af pappír sem nú er á leið á haugana. Allt efni sem er innan við ársgalmalt er vel geymt það er að segja bæklingar og kort af Íslandi því nú er mikið af spánverjum á leið til Íslands ef marka má áhugann á alls skonar upplýsingum um land og þjóð.
Heima bíða mín nokkur blöð sem ég fékk send að heiman um helgina með gestum mínum. Ekki var tímanum eytt i lestur gamalla helgardagblaða að heiman. Gott að eiga þau að nú á næstu dögum eða fram að helgi en þá fæ ég aftur frábæra gesti sem verða yfir helgina. Nú á að skanna önnur mið hér í Barcelona, sem sagt tívolíið og dýragarðurinn fá frið. Nú verður farið á slóðir Skugga vindsins og gamli boergarhlutinn það er Borne skannað vel. Hlakka til.
Hasta pronto
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OH...ég hlakka svo til að koma til þín Svana mín...bara get ekki beðið!
Það verður gaman að fá einkafararstjórn um stræti og torg. Vona allavega að það sé ekki snjór hjá þér, mér varð litið út um gluggann minn rétt í þessu, og hvað heldur þú? Jú; það er kominn snjór aftur...hvað er málið? Ég er nú alveg að verða búin að tapa gleðinni á þessu veðri hér.
Sjáumst á föstudagskvöldið kemur...get ekki beðið!!!!
Knús og kossar, Gréta
Gréta Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.