10.4.2008 | 20:04
Aftur helgi
Já það er aftur komin helgi og vinkonur mínar koma hingað á morgun, hlakka mikið til. Í tilefni af því var haldið í bæinn í dag og skannað allt Borne svæðið til að hafa alveg á hreinu hvert halda á. Þar er mikil uppbygging núna á ákveðnu svæði, töff veitingastaðir og litlar verslanir sem selja hitt og þetta eða allt á milli himins og jarðar. Minn uppáhalds staður í eldri hluta Barcelona, stutt að rúlla svo á hjólinu meðfram ströndinni og heim. Hjólakortið er mikið notað þessa dagana, þetta er tær snilld, en alltaf finn ég nú aðeins til með ferðamönnunum sem standa við staurinn og reyna að átta sig á hvernig þetta virkar. En lesi menn ekki katalónsku eða spænsku er ekki nokkur leið að átta sig á því.
Sem sagt það er búið að stufa af og viðra og gera allt klárt fyrir komu þeirra, og eftir mína vinnu á laugardag verður skundað af stað. Við stöllur erum nú nokkuð á sömu línu þannig að áhugasviðið er á svipuðum nótum. Í gærkvöldi hitti ég stelpurnar í kaffiklúbbnum og vorum við að fara yfir svona vinkenna heimsóknir þar sem við erum tvær í þeim pakka þessa helgi. Við skiptum nú líka um nafn á klúbbnum okkar og heitir hann í dag - Cava Club - sem er að sjálfsögðu miklu betra. En cava er spænska kampavínið fyrir þá er ekki vita. Halda á vikulega fundi á þriðjudögum, sem verður breytt í fimmtudaga ef þarf. Mikið gaman hjá okkur, líflegur hópur af skemmtilegum stelpum.
Hasta pronto
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.