16.4.2008 | 19:09
Jæja
Þá er nú liðið fram á kvöld hér í borg Börsunga, og allt rólegt kertaljós og róleg tónlist. Himininn í mörgum litríkum tónum að ekki sé nú talað um orkuveituhúsið þeirra hér sem blasir við þegar horft er út um stofugluggann. Þreytist seint á að horfa hér út um gluggana alltaf eithvað nýtt sem fyrir augu ber. Ekki þarf hér myndir á veggi, enda eru engar en gluggarnir frá gólfi til lofts og útsýnið frábært. Ekki hægt að kvarta yfir því hér.
Á ýmsu gengur nú á mínum vinnustað þessa dagana og hrædd er ég um að Íslenskir fagmenn yrðu undrandi á vinnubrögðunum. Það er verið að bora og djöflast, mikið ryk og endalaus hávaði. Svo mikill var hann í morgun að bretinn með call centerið sitt á hæðinni fyrir neðan kom tvisvar upp til mín að kvarta. Fékk í bæði skiptin - bara tvær mínútur í viðbót - en vinir mínir sem eru þarna að vinna segja það við mig ef ég spyr þá hvenær er þetta búið. Ég á minni spanglish og fæ svar á þeirra spænsku, sem er að mínu mati pínu öðruvísi en mín en þeir eru ættaðir frá Chile eftir því sem ég kemst næst. Það er sem sagt mikið stuð að svara í símann sem hringir mikið þar sem svo virðist sem fjöldi heimamanna sé að plana ferðalag til Íslands. Dettur ekkert annað í hug en að hringja í konsúlatið til að fá upplýsingar, ekki á ferðaskrifstofu, það gæti kostað.
Nú er frídagur hjá mér á morgun og verður spennandi að sjá hvernig hefur gengið hjá knoll og tott að undirbúa allt fyrir komu þeirra tveggja kvenna sem eiga að hafa aðstöðu á sömu skrifstofu.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.