Rigning

 

Já mikið rétt rigning sem sagt vætutíð framundan það er þessa helgi. Á þó að stytta upp og vera bjart á laugardag, enda pssar það vel ég fer í borgarferð þá með hóp. Var að velta því fyrir mér nú áðan eftir að hafa klárað hin hefðbundnu húsverk það er að stufa af og þvo - það er rigning hvað geri ég þá í dag. Frídagur í dag og ég er að leyfa mér eitt augnablik að láta vætuna trufla mig, kemur sennilega af því að það er aldrei rigning hér. En ekki ætla ég að sitja hér með kaffi í allan dag, finn mér eithvað skemmtilegt að skoða, nota daginn og fer á eithvað af hinum fjölmörgu söfnum sem er að finna hér í Barcelona. Skrítið samt hvað veður hefur mikil áhrif á okkur, eða kanske ekki. Sé að tveggjahæða bílarnir sem flytja ferðamenn á milli þekktra staða hér í borg eru allir tómir, og fáir á göngu úti við. Ekki það að það sé einhver hellidemba að er rigningarúði eins við segjum varla að það þurfi regnhlíf. En það er dimmt yfir og þoka í fjöllum, sér ekki upp í Tibidabo núna.

En ég er að græja mig til að fara út og sé þegar út er komið hvað mér dettur í hug að gera í rigningunni.

Hasta pronto

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband