18.4.2008 | 10:13
Fastir liðir eins og venjulega
Var þetta ekki eithvað sem var í útvarpinu hér á þeim árum þegar ég var ung - rámar í það. Sat á kaffihúsinu mínu í morgun með mitt morgunkaffi, kíkti á veðurspána í sjónvarpinu og leit aðeins fólkið sem var á staðnum. Fastagestir, allir og ég þar með talin, og allir með það sama fyrir framan sig og alla aðra daga það er í miðri viku. Ekki verið að breyta út af neinu, og allir á sama stað á kaffihúsinu líka. En þetta er fastur liður eins og venjulega einn kaffibolla þarna áður en haldið er upp. Konan á stólnum við hliðina á mér með sitt langbrauð og ég að velta því fyrir mér hvað hún geri við eitt slíkt á dag. Nú litli vinur minn í horninu alltaf með lítð staup af rauðvíni, hluta úr langloku og ólífur. Stóri háværi maðurinn á kantinum vinnur á bensínstöðinni sem er hér niðri og hefur háværa skoðun á öllum málum. Boltinn er eithvað sem mikið er rætt alla daga, sem og vatn en nú kætast menn aðeins hér því nú safnast nokkrir dropar í vatnsbólin um helgina. Ferðamenn ekki eins glaðir með það en það er jú aldrei hægt að gera -llum til hæfis og það er án efa það sem hann þarna uppi er að hugsa meira og minna alla daga.
Buen fin del semana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.