21.4.2008 | 11:00
Punkteruð
Þannig var ástandið í gærkveldi, þá var mér boðið til vinafólks í kvöldmat sem að öllu jöfnu hefði nú ekki vafist fyrir mér. En þegar átti að fara að taka sig til og koma sér af stað þá var ekki til vottur af orku og sófinn og síðar rúmið með vott af skynsemi höfðu vinninginn. Það er nefnilega þannig að mánudagar eru nokkuð langir dagar hjá minni vinna og svo hin vinnan og eftir að klukka breyttist dregst fararstjóra vinnan vel fram eftir kvöldi. Ef ekki er allt á tíma eins og á föstudaginn þá er dagurinn orðinn ansi langur þegar lagst er á koddann. Þannig að skynsemin réði ég tók fram bók og henti mér í sófann með "Sér grefur gröf" þó ekki sé stefnan nú tekin á það. Þetta var nú samt pínu skrýtin tilfinning að eiga hreinlega ekki orku eftir til að fara að hitta skemmtilega vini og þeirra fjölskyldu en svona er þetta og er líðan betri og lagt upp í dag með meiri orku en í gær. Ekki er maður nú neitt ofurmenni og því hollara að hlusta á eigin líkama og ekki geyma að rækta.
Nú á sem sagt að gera tilraun til að halda áfram með líkamsrækt sem hefur fengið smá hvíld eftir flensu og heimsóknir, þannig að á morgun hefst taka tvö. Sem sagt búin að komast að því enn og aftur að ef ég er í smá tala nú ekki um sæmilegri þjálfun hef ég bara hreinlega meira úthald. Ekkert með aldur að gera, blæs bara á það enda á ég nett ofvirka foreldra sem eru um áttrætt og oft sprækari en ég.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.