Dagur Sant Jordi

 

Hans dagur er í dag og er það siður hér í Katalóniu að konur gefi karlmanninum sem stendur hjarta þeirra næst bók á þessum degi og fær í staðin rós frá honum. Hjónafólk reynir gjarnan að hittast í hádeginu tvo ein og eiga smá rómantíska stund saman, en þeir sem yngri eru nota frekar kvöldið. Sem sagt mikil rómantík í gangi hér í Barcelona í dag, allir blómasalar með stand úti við með rósir til sölu frá því snemma í morgun og bóksalar hafa verið að minna á sig alla vikuna. Þar sem minn heitt elskaði er nú staddur á klakanum þá versla ég bara lesefnið og geymi til betri tíma og rósina kaupi ég sjálf í hans nafni eða þannig. Efa það ekki eina mínútu að hann hefði verslað eina slíka handa mér, bara yndislegastur.

En það er nú reyndar stórviðburður annar í gangi hér í dag sem nokkuð mörgum þykir nú sennilega aðeins meira spennandi. Leikur í meistaradeildinni í knattspyrnu, Barcelona - Manchester United. Heyrði það á mánudaginn að það væri hægt að fá miða á littlar 70 þúsund íslenskar spírur. Held ég sleppi því nú bara alveg. Það er ekki spurning um að það verður mikið margt um manninn í bænum bæði fyrir og eftir leik í kvöld. Gangi Börsungum sem allra best í þessum leik, sendi þeim hér með mínar bestu óskir um gott gengi. Spurning um að finna sér einn góðan sport bar og horfa á þennan leik bara svona til að vera með í umræðunum næstu daga. Á kaffihúsinum mínu í morgun var fátt annað rætt og sportblaðið skoðað spjaldanna á milli. En ég veit næsta fátt um fótbolta og hef ekki mikið vit á hvað gengur á úti á vellinum. 

Sólin er mætt og ætlar að vera hér allaveg alveg fram á þriðjudag.

Hasta pronto

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband