Ný vika

 

Nú er yndisleg helgi að baki og framundan frábær vika.  Brottför og koma í kvöld að vanda og nú bregður svo við að það er borgarferð á morgun og að sjálfsögðu sólarspá. Var að gantast með það hér um helgina við góða vini að það væri alltaf sól þegar ég fer í borgarferð og var ég snarlega beðin um að skella mér daglega í eina slíka. Hér á hinum vinnustaðnum mínum gengur mikið á þessa stundina. Nú á að fara að mála og svo standa yfir tilfæringar á húsgögnum fram og til baka. Ekki er nú drifkraftur í þessum þremur málurum sem hér eru mættir, gott ef þeir verða búnir að þessu fyrir helgi. Það er alltaf einn af þremur úti á svölum í reykingarpásu og annar til í símanum. Gleðst yfir þvi að þeir eru ekki að vinna fyrir mig, afköstin sem sagt engin. Ég reikna nú með að vera fyrir seinni hluta dags þar sem líka þarf að mála að hluta á minni skrifstofu.

Hasta pronto

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gréta Matthíasdóttir

Sé þetta alveg í anda. Já; gott að þessir eru ekki að vinna fyrir ykkur Kalla í húsinu. Sá að það er verið að stússast eitthvað þar...enn spennandi! Ég hugsa til þín í hvert sinn sem ég geng stíginn framhjá húsinu og hlakka til haustsins þegar þið verðið flutt inn og hægt er að koma við í einn bolla við og við. Sumarknús, Gréta...sem á að vera að lesa fyrir próf en ekki að skrifa inn á bloggsíður.

Gréta Matthíasdóttir, 29.4.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband