Fótboltinn

 

Jæja þá var nú farið á leik hér á Nývangi í gærkvöldi og aftur til að sjá Börsunga taka á móti Valencia. Það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig að koma sér á völlinn, í fyrsta lagi vorum við nú ekki alveg sammála um hversu vel maður þyrfti að búa sig. Mín ekki alveg að reikna með að veðrið hefur heldur betur breyst síðan ég fór síðast á völlinn í byrjun mars. Sem sagt langermabol og flíspeysa og önnur með til öryggis, átti sko ekki að láta sér verða kalt á bekknum. En hitinn var rúmar tuttugu gráður þannig að helst hefði ég viljað selja aðra peysuna þar sem hún var bara til óþurftar en sleppti því nú. Svo tók við um klukkustundar hlaup og á milli gatna hér í borg að reyna að ná í leigubíl og var faðir minn orðinn sannfærður um að við næðum ekki í tíma á völlinn Hafðist þó að lokum og var ég nú satt að segja orðin nokkuð stressuð því sá gamli er jú áttræður þó sprækur sé. Við komumst í tæka tíð fundum sætin og settumst 15 mínútúm fyrir byrjun leiks og nutum þess að fylgjast með því sem fram fór í kring um okkur þar til flautað var.  Í gærkvöldi var það sannkölluð markasúpa sem var í boði, því á fyrstu 15 mínútunum voru Börsungar búnir að skora 3 mörk. Pabbi skemmti sér alveg konunglega enda að fara í fyrsta sinn á svona leik orðinn áttræður. Þegar okkar maður skokkaði svo inn á völlinn við mikinn fögnuð viðstaddra og lagði upp eitt mark var hámarkinu náð og kvöldið fullkomnað. Ekki var laust við smá þjóðarstolt enda pilturinn myndarlegur og góður drengur, sem kann að sparka bolta. Við svifum út þegar leiknum lauk enda eins gott því við tók klukkustundar ganga í leit að leigubíl enda ekki fáir sem voru á vellinum í gær. Börsungar takk fyrir frábæra skemmtun, ég hef nú nefnt það áður að ég hef ekki hundsvit á fótbolta en skemmti mér konunglega í gær og lét vel í mér heyra rétt eins og þeir stuðningsmenn Börsunga sem voru við hliðina á mér. Verður sennilega ekkert erfitt að daraga mig á völlinn aftur.

Þannig að nú er brosað út að eyrum og flott að fara þannig inn í nýja vinnu viku ekki satt.

Hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband