8.5.2008 | 14:16
Aftur ég
Já nú get ég horft í spegilinn og ég þekki andlitið sem við mér blasir. Ekki það að ég hafi nú farið í andlistlyftingu en ég skellti mér á hárgreiðslustofu í morgun og lét fjarlægja gula litinn úr hárinu sem var farinn að fara freka mikið i taugarnar á mér. Nú er ég með lit líkari mínum eigin og sátt, ótrúlegt en satt þetta skiptir ekki litlu máli. Var búin að setja mig í stellingar við kassann og tilbúin að borga eins og síðast sem sagt fyrir gula litinn - hvítuna úr augunum - en þetta kostaði helmingi minna. Skemmtileg stofa og það sem skiptir mestu máli hárgreiðslufólk em hlustar á mann eins og ég á að venjast frá minni stofu heima Hárhönnun. Sem sagt ég er aftur orðin svona eins og ég á að venjast að mestu, fæ vonandi ekki komment á flugvellinum á morgun við komu farþega ef ég þekki nú einhver: Hvað er með þetta hár:
Nú er helgi framundan og það í lengri kantinum því hér er frí á mánudag rétt eins og heima, var nú eiginlega að átta mig á því. Ekki bara helgi því nú er spáð rigningu ALLA HELGINA og verður gaman að sjá hvort það gengur eftir í þetta sinn. Frekar á ég nú von á að laugardagurinn verði þurr þó ekki verði sól - ég er nefnilega að fara í borgarferð og þá rigninr ekki. Það er hefð fyrir því.
Hasta pronto
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.