Oh já það rignir

 

Kafarabúningur og sundfit það er nú sá búningur sem maður þyrfti hér í borg í dag, þvílík rigning þá loksins hún kom. Ekki beint það skemmtilegasta þegar farið er í borgarferð en við sluppum fyrir horn án stórfelldrar úrkomu og sáum meira að segja aðeins í Tibidabo hæðina. Aldrei hef ég séð jafn fáa á ferli við Sagrada Familia kirkjuna, allir sem ekki þurfa út halda sig innan dyra. Leigubílar sem alla jafna eru hér um allt með sín grænu ljós á toppnum, en það gefur til kynna að bíllinn sé laus eru allir með rauða eða hvíta ljósið logandi - sem sagt uppteknir. Borgin er öðruvísi að upplifa svona grá og pínu guggin en er jú alltaf Barcelona. Vonir standa nú til að það létti til um miðja næstu viku og þá verður allt orðið eins og var um leið. Heitt bað og notaleg heit hér heima við er það sem gera á í kvöld. En á morgun kemur nýr dagur og þá skoðum við mæðgur hvað við gerum okkur til dundurs í rigningunni.

Hasta pronto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband