14.5.2008 | 10:46
Tómlegt
Já það má nú segja að það sé frekar tómlegt heima hjá mér núna, allir gestir farnir og ekki von á neinum það sem eftir er dvalar minnar hér. Skrítin tilhugsun að nú fari að koma að því að pakka niður, og ganga frá hinum og þessum málum sem tók óratíma að fá í gegn hér við komu. Kennitalan mín hér ég held henni þar til ég kem aftur til spaunu að vinna eða bara upplifa, en bankareikningi, nettengingu og hjólakorti verður öllu lokað. Í upphafi var nú lagt upp með lengri dvöl en ýmislegt hefur breyst og þá ekki síst heima á okkar ísa landi sem setur strik í reikninginn og því lýkur dvöl minni hér nú um næstu mánaðarmót. Ég get með sanni sagt að ég kunni vel við mig hér í borg Börsunga og mun án efa leggja leið mína hingað þegar tækifæri gefast í náinni framtíð. En nú er stefnan tekin á að gera sem allllra mest á þeim tíma sem eftir er. Mikið búið að gera en ekki fátt hefur tengst vinnu minni hér en nú á að taka á öðrum þáttum. Listinn er pínu langur þannig að ekki mun ég tæma hann enda kanski ekki ástæða til - ÉG Á EFTIR AÐ KOMA HINGAÐ OFT AFTUR VONA ÉG.
Stefnan er að hluta tekin út fyrir borgina en ég er líka í huganum farin að hugsa um draumaferðina sem er að aka stefnulaust um þetta fallega land Spán í að minnsta kosti einn mánuð. Landið er stórt og íbúar misjafnir og hefur það verið draumur minn lengi að leggjast í flakk af þessum toga og upplifa, skoða og spekulera. Það verður vonandi ekki langt að bíða þess að þessi draumur rætist og þá er að finna sér nýja hluti til að dreyma um því það er alger nauðsyn að eiga sér drauma ekki satt.
Hasta pronto
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.