15.5.2008 | 10:17
Niðurtalning
Já þessa dagana er einhvern veginn allt sem minnir mig á að nú sé þetta yndislega tímabil að renna sitt skeið og ég að halda heim á leið. Ekki það að þar taki nú bara við einhver leiðindi nei það er öðru nær. Sumar á Klaustri með tilheyrandi skemmtiatriðum sem tengjast nú gjarna erlendum ferðamönnum sem á svæðið mæta og þá gjarnan í gistingu á okkar ágæta hótel. Ekki má gleyma heljar verkefni sem við settið erum að byrja á en það er að búa okkur til hreiður í borginni og það nánast frá grunni og aðlaga okkar þörfum og smekk. Sem sagt bara skemmtilegheit framundan þó þau séu með öðrum hætti en hér í Börsunga borg. Tíminn hér er búinn að vera frábær lærdómsríkur og fer ég með fangið fullt af nýjum vinum eða þannig. En eitt er alveg ljóst að ég mun sakna borgarinnar mikið, hér er svo margt að skoða, upplifa og gera. Ekki óliklegt að skrif mín á þessa síðu verði með öðru sniði eftir að heim er komið. Aðeins annað umhverfi hér í Barcelona á móti svo Klaustrinu mínu heima. En gleymum ekki að þó gaman sé að vera, upplifa og læra í útlandinu að þá er alltaf best heima. Nú er það fundur sem bíður og skemmtilegar konur.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.