16.5.2008 | 10:44
Helgin
Í dag eru akkurat tvær vikur í heimferð, sem sagt of fljótt til að telja í klukkustundum. Um helgina er hittingur hjá mér og þeim innanlandsfararstjórum sem farið hafa með mér í skoðunarferðir í vetur hressar konur, hlakka ég til að setjast með þeim yfir eitt cava glas eða tvö. En stefnan var nú tekin á sólbað að einhverju leiti um helgina líka, en það verður nú að öllum líkindum ekki mikið af því. Það er úði hér á morgnana en léttir til um miðjan daginn, frábært veður en ekki beint til að sóla sig. Ætlaði nefnilega að vera með húðlit við heimkomu eftir sjö mánaða dvöl hér, en nú segir Pollýannan í mér að það sé svo mein óholt að fara í sólbað að ég er orðin henni hjartanlega sammála. Mikill munur á að vera frísklegur eða sólrauð og flekkótt, sem sagt ég fer heim eins og ég kom pínu grámygluleg. Það er nú líka þannig með þennan sólarhúðlit maður er svo skrambi fljótur að þvo þetta af sér, tala nú ekki um að nú fæst þetta allt í túbum og líklega mun hollara þannig.
Þannig að helgin fer í að njóta, ekki baka, með vinum hér í borg Börsunga út í eitt.
Buen fin del semana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.