18.5.2008 | 14:24
Sólin, störndin og Sálin
Það var sem sagt strandveður hluta úr degi í dag, bara sérstaklega fyrir mig. Þar sem ég lá niður á strönd með minn I-pod og að velja mér eithvað að hlusta á þá varð Sálin fyrir valinu og ekki veit ég afhverju. Ekki get ég flokkast undir að vera neinn sérstakur aðdáandi en í dag virkaði þetta mikið vel að hlusta á Stebba og félaga. Hugurinn reikaði nokkur ár aftur í tímann eiginlega lengra en ég vil viðurkenna eða alveg aftur til ársins "92. Það sumar var ég áð stíga mín fyrstu spor í sólarfararstjórn á yndislegu eyjunni Mallorca. Þá komu listamenn til okkar og vor um viku tíma, tróðu upp fyrir farþega og aðra gesti mjöt skemmtilegt. Stórhljómsveitin Sálin var meðal þeirra listamanna sem kom til eyjarinnar og hélt eftirminnilega tónleika í gömlu Alcudia. Það var nýbúin að vera bæjarhátið og allt vel og skemmtilega skreytt þegar þeir tróðu upp og bæjarbúar sem að öllou jöfnu eru nú ekki að opna hjá sér gluggana voru komir með alla glugga upp á gátt og fylgdust með. Gestur þeirra félaga í ferðinni var Pétur heitinn Kristjánsson sem tróð upp með þeim í Alcudia, tók lagið sem sínu lagi eins og hönum var einum lagið. Mikið vatn runnið til sjávar frá því þetta var en yndislegur tími. Uppgötvaði að ég gæti alveg hugsað mér að fara á tónleika með þeim Sálarfélögum, ekki kanske dansleik hef ekki rétta aldurinn í það.
Manana es Lunes, hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Settist út á sólpallinn í garðinum mínum á Klaustri í gær - það kom engin nuddkona, enginn að selja slæður og sólgleraugu - hvað þá heldur kalda drykki.
Gafst upp eftir nokkrar mínútur og tók bara niður af snúrunum og fór inn og lagði mig.
Hvers á ég að gjlada??
Karl Rafnsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.