Nuddkonurnar

 

Þá er að flýta sé minna á tökkunum og reyna að stafsetja rétt. Já nuddkonurnar á ströndinni hér eru alveg sér á parti. Þær eru undantekningarlaust af Tælenskum eða kínverskum uppruna og sé maður á ferð niður við strönd fyrri hluta dags þá eru þær örfáar og mjög kurteisar ganga um og bjóða fólki "massage" á einhverri mjög bjagaðri mállísku. Þegar líður á daginn er ljóst að það fjölgar mjög í hópnum og slagurinn um kúnnann verður harðari og þær um leið, leiðinlega ágengar. Það er potað í mann togað í tærnar á manni og allt reynt til að selja það sem þær kalla kínverskt nudd á fimm evrur. Ég fór á stöndina í smá tíma í gær og var aðeins að gefa þeim auga eftir umtalsvert áreiti og það er ljóst að þær eru ekki mjög vinveittar hver annari svona í flestum tilfellum. Séu karlar liggjandi einir að sóla sig eru þeir öruggasta skotmarkið, eldri konur koma næst en unga fólkið fær nokkurnveginn frið, sem og heimamenn. Ég er búin að prufa þetta einu sinni og það er svona spurning hvort það verður gert aftur, ef ég geri samanburð á því nuddi sem ég hef áður fengið hjá fagfólki þá þetta ekki nudd. Það er líka hægt að versla vatn, gos og öl af einhverjum sem gengur um að bjóða slíkan varning sem og að láta mála á sig henna tattú. Ekki má nú gelyma slæðukonunum sem stundum hafa sést hér, sem sagt líf og fjör á ströndinni hér í borg Börsunga.

Hasta pronto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allt mjög fróðlegt en hnaut um eina slæma ambögu: Þú ræðir um að versla vatn: áttu ekki við að selja vatn?

Gangi þér vel að snúa þessum gervinuddurum af þér! Gott er að veita þeim enga athygli. Um leið og maður er að góna, þá er það oft misskilið sem skilaboð um að maður hafi áhuga fyrir þjónustunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband