25.5.2008 | 11:18
Pökkun
Já daginn á að nota til að pakka niður öllu sem ekki þarf að nota síðustu dagana hér. Rigningin sem átti að vera hér í gær mætti í dag í staðin, ágætis skipti það. Notaði því gærdaginn til útiveru og dagurinn í dag sem sagt vel til þess fallinn að vera bara inni. Líka í skjóli þess að ekki átti að vera sólarveður í gær og því var lítið um að sólarvarnir væru notaðar, lúmskt veður og ekki laust við að ennið sé aðeins of rjótt eða þannig. Ekki til skaða en hefur gott af rakanum sem er í dag og að vera bara inni taka saman það sem á að fara heim og gera klárt fyrir brottför. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er nú samt drjúgt þó megnið af vetrarfatnaðinum sé þegar komið heim á Klaustur í sólina þar. Það er búið að plana næstu daga að mestu en þó er fimmtudagurinn ennþá óskrfiað blað til að eiga upp á að hlaupa í óvæntar uppákomur svona á síðustu stundu. Það eru sem sagt ekki margir dagar eftir og þá á að nota til hins ýtrasta og njóta Barcelona þar til næst. Það er ekki spurning um hvort ég kem aftur bara hvenær. Nú er að njóta.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.