30.5.2008 | 07:25
Heim - á eftir
Já nú er komið að því - heimferð á eftir. Vélin á að fara að spænskum tíma um tvö leitið sem þýðir að ég ætti að vera komin heim á klaka um fimmleitið að íslenskum tíma. Síðustu metrarnir pínu töff, það er við að koma restinni af því sem manni fylgir niður í tösku, þvílíkt af dóti. Töskurnar tvær eru í þyngri kantinum þannig að nú er að taka á því og koma þessu síðasta spottann út á flugvöll. Barcelona er loksins hætt að gráta brottför mína héðan, því nú skín sól og komið hið besta strandveður aftur, kominn tími til segja gestir en heimamenn glaðir með veituna að vanda. Nú er það síðasta verkið í bili sjá til þess að það sé til í bankanum fyrir gas og rafmagnsreikningum og skunda svo út á flugvöll
Hlakka mikið til að koma heim spennandi verkefni sem þar bíða svo ekki sé nú talað um minn yndislega sambýlismann, börnin og alla familíuna.
Hasta luego
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.