Allt komið á fullt

 

Það má segja að svo sé því hér er allt komið á fullt í fallegu sveitinni okkar, fullt að gera hjá okkur á hótelinu - passa mikið vel að segja ekki brjálað. Yfirbókanir byrjaðar sem sagt sumarið komið með tilheyrandi, mikil vinna, langir dagar en sem  betur fer er megnið af okkar yndislegu ungmennum mætt til vinnu. Þau eru eins og farfuglar eða þannig, koma um leið og skóla lýkur og hverfa svo því miður allt of snemma aftur til baka í skóla. Segi og skrifa alltof snemma því sem betur fer þá hefur sumarið lengst hjá okkur sem stöndum í hótel rekstri,  lengst í báðar áttir -vor og haust. Þá sár vantar okkur ungliðahreyfinguna okkar til vinnu, en þá kemur útlendingahersveitin sterk inn því háskólar erlendis eru fram í júní og byrja ekki fyrr en í lok september. Sem sagt þetta sleppur vonandi allt til hjá okkur nú sem undanfarin ár, þökk sé samhentum hóp frábærra ungmenna sem hér starfa.

Hasta pronto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband