Sundlaugin - tær snilld

 

Jibbí það er búið að opna sundlaugina okkar aftur hér á Klaustri við búin að bíða svolítið eftir þessum atburði en munurinn á þeirri gömlu er ekki lítill. Nýja laugin er flott og hér eigum við líka frábært nýtt íþróttahús og tækjasal, sem sagt við getum stundað íþróttir hér alla daga núna. Persónulega er ég nú ánægðust með laugina og veit að gestir sem eiga eftir að leggja leið sína hingað til okkar á Klaustrið í sumar eiga eftir að njóta þess að geta stungið sér í laugina. Ekki spillir fyrir að sitji maður í pottinum þá blasir Systrafossinn við, ekki amarlegt útsýni það. Mæli með gönguferð upp með fossinum yfir heiðina eftir göngustígnum sem þar er merktur og niður með Stjórnarfossi kíkja við á Kirkjugólfinu og svo aftur inn í bæ. Frábært útsýni er yfir sveitina og að jöklinum þegar upp er komið, en við hér köllum þetta ástarbrautina enda með eindæmum rómantískt umhverfi. Tilvalið að enda svo gönguna með því að skella sér í sund og pottinn, láta líða úr sér eftir gönguna. Klaustur er yndislegur staður, segi ég fædd og uppalin í Reykjavík og á ættir að rekja vestast á Vestfirði.

Hasta pronto aqui.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló.

Rakst á bloggið þitt af mbl.is

Og ég hef verið á Klaustri nokkur sumur, hef samt ekki verið svo fræg að ganga ástarbrautina, vonandi breytist það í sumar

Hlakka virkilega til að koma og prufa nýju laugina ykkar, og til hamingju með hana!!

Sigrún Heiða (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband