10.6.2008 | 14:53
Jökullinn
Hér var sko flott veður í gærkveldi og sá ég þá jökulinn í fyrsta skipti síðan ég kom hingað austur aftur eftir vetrardvöl í borg Börsunga. Fagurt er það, sólargeislar dansandi á jöklinum, stafa logn og bjart fram eftir kvöldi - það er bara ekkert flottara en landið okkar á svona stundum. Við settið fórum í okkar fyrsta hjólatúr þetta sumarið í gærkveldi, nutum útiverunnar í botn. En svo núna rétt í þessu, skall á svona eiginlega kafarabúningsveður sem sagt úrhellisrigning. Skil stundum ekki hvað er mikið til af vætu þarna uppi, og hvort þarf endilega að láta okkur hafa svona mikið af henni í einu og marga daga í röð. Spurning hvort ekki mætti dreifa þessu aðeins betur eða hvað. Hér hjá okkur er svona " taka til vika" í sveitinni núna og var meiningin hjá okkur að koma sér og sínum út að slá og snyrta til utandyra en það verður bara að bíða sökum veðurs.
Hasta manana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Svana
Fann bloggið þitt á einhverju flakki um bloggheimana. Sakna mikið Klausturheimsóknanna minna frá því í fyrra
Renni nú við ef ég á leið framhjá í sumar.
knús, Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.