15.6.2008 | 15:41
Vaðið úr einu í annað
Já það er nú pínu þannig sem hlutirninr hafa verið hér undanfarna viku. Þurfti að fara í höfuðstaðinn til að útrétta í vikunni og þá rifjaðist fljótt upp hversu leiðinlegt er að aka á milli staða í henni Reykjavík. Upplifði ég mikinn hraða og mikið tillitsleysi í umferðinni og er ég nýkomin frá Barcelona þar sem ég vað ekki vör við þetta mikla stress sem mér finns einkenna umferðina í höfuðstað okkar. Að ekki sé nú talað um á þjóðvegi eitt hér á milli Klausturs og Reykjavíkur, ég stilli kontrólið á 90 í bílnum sem er löglegur hraði hér á milli og það fer hver einasti bíll fram úr manni og er horfinn úr augsýn á nokkrum mínútum þannig að eeki er hraðinn löglegur hjá þessum ökumönnum eða hvað.
Það er búin að vera sannkölluð veðurblíða hér undanfarna daga og ekkert lát á henni ennþá. Ferðamálafélagið stendur fyrir gönguferði í kvöld og stefnum við settið á að vera með í þeim labbitúr, þar sem hér á allt að vera komið fyrir vind um klukkan tuttugu ef að líkum lætur.
Hasta luego
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.