16.6.2008 | 20:04
Rok og dansur í kvella
Já það er rok hér hjá okkur á Klaustri núna ekki laust við að manni finnist þetta minna á haustveður en ekki sumar og blíðu. En við erum nú kát helgin var æði eins og sagt er og það lægir nú aftur og mun sjást til sólar. Útlendingarnir sem eru hér hjá okkur eru nú ekki að sækjast eftir sól en gætu þegið að hafa þurrt, sjá fjöll og jökla. Alltaf er nú jafn gaman að hlusta á hugfangna gestina sem eiga vart orð yfir fegurðina hér og er maður hreint að rifna úr monti og ánægju með sitt fagra land. Við vorum nú að tala um það hér á hótelinu í dag að það væru hrein forréttindi að geta skrúfað frá krana og drukkið okkar ferska og góða vatn, eithvað sem þarf að kaupa á flestum öðrum stöðum í heiminum.
Það er mikill hugur í ungliðahreyfingunni hjá okkur núna: fyrsti dansleikur sumarsins er einmitt í kvöld, mikil spenna liggur í loftinu. Ekki nóg með það líka er lifandi tónlist á kaffihúsi bæjarins, sem sagt allt að gerast nú kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn. Þannig að allir sem vettnlingi geta valdið ætla að bregða undir sig betri fætinum og skanna næturlífið hér á Klaustri sem er nú ekki leiðinlegt hefur mér skilist á þeim sem yngri eru. Góða skemmtun.
Hasta pronto
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.