Stutt og laggott

 

Já þannig verður það núna, stefnan er tekin á höfuðstaðinn nú eftir hádegi, enn og aftur í útréttingar. Það er nefnilega stundum þannig að ef við tökum okkur til hér á Klaustri og pöntum varning að sunnan þá er ekki endilega verið að senda okkur það sem við erum að biðja um. Hef það stundum á tilfinningunni að starfsmenn á lagerum hinna ýmsu fyrirtækja sem við erum að skipta við standi fyrir fram hillurnar og sjái að það sé bara til gult  ker en ekki grátt, og hugsi æi þetta er að fara á Klaustur þau hljóta að geta notað þetta. Merkja varninginn og senda því það er ekki alltaf auðvelt fyrir okkur að skila, endursenda með tilheyrandi veseni, og oftar en ekki er þetta vara sem á að nota strax en ekki eftir viku tíma eða svo. Þetta er nú líka hlutur sem við sveitamenn erum fljót að átta okkur á og aðlagast, hér höfum við eina verslun sem er með gott vöruúrval en alltaf þarf maður nú einhvern varning úr höfuðstaðunum líka. Sem sagt sólahrings ferð fyrirhuguð núna.

Að sjálfsögðu á að nota einhverjar mínútur til að kíkja á húsarústirnar okkar og familíuna.

Hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband