21.6.2008 | 20:07
Laugardagskvöld
Já og þau eru nú ekki mikið frábrugðin öðrum kvöldum hér á bæ eða þannig, fullt hús stórir hópar og töskuburður. Já þannig eru nú flest laugardagskvöld hér hjá okkur á hótelinu. Allir kátir með að hafa fullt hús, nú sem stendur er rólegt hjá mér hér frammi þar sem það eru allir gestir hótelsins inni í sal að borða nú sem stendur - stuðið er þar núna. Annars er nú ekki mikið að ske þessa dagana hér hjá okkur annað en að okkur bráð vantar húsnæði fyirir starfsfólkið okkar sem kemur frá höfuðstaðnum, Danaveldi og Póllandi. Það húsnæði sem við vorum með er því miður ekki til staðar lengur það er að segja inngangurinn að húsnæðinu. Hann hvarf bara einn daginn þannig að við erum í stökustu vandræðum sem stendur. Ekki hljómar nú vel í eyrum unliðahreyfingarinnar að búa í tjaldi - það rignir nefnilega stundum hér og það hressilega þannig að nú er ekki annað að gera en að leggjast á bæn og vona að það detti niður eins og eitt stk hús hér í nánd við Kirkjubæjarklaustur. Laglínan "Ég lifi í draumi" á nokkuð vel við hér hjá okkur hjúum núna, búið að skoða alla möguleika höldum við. En á morgun er kominn nýr dagur og aldrei að vita hvað hann ber í skauti sér. Jónsmessunæturganga núna á eftir og aldrei að vita nema við náum að skella okkur með í hana.
Buen fin del semana.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.