Fíflar

 

Já það er vel af þeim ófögnuði í lóðinni hér hjá okkur og á það bæði við hér á telinu og við húsið heima. Fallegir eru þeir í fjarlægð en í svona miklu magni eins og hér - nei takk.  En nú er ungliðahreyfingin að slá við mismikinn fögnuð og ekki skoraði ég nú hátt á vinsældarlistanum við að segja þeim að rífa stærstu fífla hraukana og snyrta í kringum trén. Búin að segja þeim að það sé yndislegt veður og frábært að vera úti við að vinna núna dugði skammt en þeir fóru nú út. Hér eru nefnilega í húsi tveir stórir hópar þannig að það er ekki mikið um þrif á herbergjum bara "tiltekt" sem tekur mun styttri tíma. Þannig að í blíðunni er tilvalið að taka til hendinni utandyra núna þar sem nú er tími til þess. Geturm ekki sett ný sumarblóm í ný ker fyrir utan hús með allt annað í órækt í kring fífla hrauka og annað.  En þetta er nú stundum eins og að reka stórt heimili og eiga  fjölda "barna", passa upp á allt og alla.

Hasta pronto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband