Laugardagsblús

 

Því miður ekki í Laugardalnum bara hér í klaustrinu á Klaustri, en hluti af ungliðahreyfingunni okkar er á staðnum fyrir hönd okkar hinna. Hér er allt með hefðbundnu sniði ekki neinir útútdúrar núna sem betur fer og allllir gestir hótelsins inni í veitingasal að borða akkúrat núna eitthundrað og tíu stykki. Betri helmingurinn er inni í eldhúsi að passa upp á allt rennsli þaðan og fram í sal og ef allt fer sem horfir þá erum við að  komast út SNEMMA í kvöld. Litli bróðir er á tjaldstæðinu með sína familíu og er meiningin að kíkja aðeins á þau á eftir í einn kaffi eða svo í ferðahúsið þeirra.

Ég fékk ábendingu frá hluta af ungliðahreyfingunni að hætta að hengja þvott á snúrurnar heima á Skerjó þar sem það væri skothelt að um leið og ég væri búin að hengja upp - kæmi skúr. Sem sagt allt þvottagleði minni að kenna að hér koma skúrir um miðjan dag alla daga. Þvottahúsið hér á bæ er mitt hobbý herbergi segir sambýlismaðurinn og sennilega er eithvað til í því, það er sá staður í þessu húsi sem ég á hvað auðveldast með að gleyma mér um stund við að brjóta og vesenast í þvotti sem alltaf er nóg af á svona stóru heimili.

Hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband