11.7.2008 | 13:44
Aftur komin helgi
Hér er það nú svo að maður veit nú varla hvaða dagur er en rankar aðeins við sér þegar maður heyrir ungliðahreyfinguna tala um ballið sem verður á laugardaginn, já ok það er aftur komin helgi. Það eru flestir dagar eins þannig að auðvelt er að tapa áttum á því hvaða vikudagur er. Gestir okkar eru eins og gengur mjög misjafnir og það liggur nú ekki alltaf vel á þeim öllum og ef farið er vitlausu megin framúr er til valið að skeita skapi sínu á okkur starfsfólkinu við morgunverðinn. Þokan sem lá yfir öllu í morgun lagðist frekar illa í eina breska frú sem var alls ekki tilbúin í ný ævyntýri með sínum kalli og hafði hreinlega allt á hornum sér alveg frá því í gærkveldi. Hún er nú farin blessunin og vona ég nú svo innilega að hún láti karl tuskuna ekki fá svipaða yfirhalningu í dag eins og okkur í morgun en reyni frekar að njóta þess að vera hér á okkar fallega landi. Það er sem sagt ekki alltaf bara gleði og gaman að taka á móti erlendum ferðamönnum. stundum eru þeir bara hundleiðinlegir og þá er um að gera að reyna að taka því með bros á vör þó ekki sé alltaf auðvelt og hana nú. Sem sagt nokkrir erfiðir og ekki svo skemmtilegir dagar að baki og bara skemmtileg heit framundan ekki satt.
Buen fin del semana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.