Jæja gott og blessað kvöldið

 

Er búin að gera nokkrar tilraunir í dag til að setjast niður og skrifa nokkur orð, en það er vonandi að takast núna. Hér er sem sagt búið að vera mjög mikið að gera, varast að segja ofnotaða orðið "brjálað". Það ætti nú heldur ekki alveg við miðað við þá merkingu sem ég legg í það orð en það er búið að vera virkilega mikið að gera. Sömu vandamálin ennþá, það er yfirbókanir með tilheyrandi vandamálum.

Gamla settið mitt er í heimsókn þessa dagana - yndislegt að hafa þau. Þau eru nú ekki mikið fyrir það að taka því rólega eru nett ofvirk stundum, garðurinn er búinn að fá sína hreingernignu - pallurinn sína vörn, þannig að á Skerjó er allt komið í topstand núna. Bíð bara eftir að mútta skelli mér í vélina og út á snúru í smá viðringu. Það veitti nú reyndar ekki af en stendur til á morgun að bæta aðeins úr því, þá á að gefast tími til smá útiveru og hvíldar sem alveg er kominn tími á. Nú er bara að krossa fingur og vona að ekkert óvænt komi upp á til að skemmileggja það plan. Mikil tilhlökkun - rétt eins og vikufrí sé framundan, en ekki bara hálfur en nota bene sólardagur á Klaustri.

Hasta pronto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband