Já góðan og blessaðann

 

Nú erum við settið farin að telja niður, það er þá daga sem við erum með illa yfirbókaða hér á telinu og reiknast okkur til að þess ljúki um miðjan ágúst. Þannig að við erum að tala um c.a 3 vikur til viðbótar í stanlausu fjöri eða þannig. Það er nú svo að telið okkar er staðsett á einum fegursta stað landsins og mjög vel í sveit sett fyrir þá er leggja leið sína um suðurströndina og austur að Höfn. Sem sagt við þjóðveg EITT og í alfararleið þar erum við. Við hér á Klaustri gefum út bækling með upplýsingum um allt það helsta sem hér er að sjá og skoða á okkar svæði og rennur hann út eins og heitar lummur. Sá "græni" en bæklingurinn er grænn að lit er með mynd af Systrafossi á forsíðu og er stundum erfitt að útskýra fyrir erlendum gestum okkar hvar fossinn er, því það er jú svo að stundum er skrúfað fyrir vatnsrennslið og það er bara engill foss. Þeir eru þá búnir að skella sér í gönguferð í leit að fossinum og ekki fundið, koma til baka og skilja hvorki upp né niður í þessu. En hér er bara flottast á góðum degi, eins og nánast allir dagar í júlí hafa verið. Orkan frá jöklinum - það er það sem heldur okkur gangandi hér.

Hasta pronto

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orkan á Klaustri já,,, hún er ótrúlega góð og ekki annað hægt en að láta sér líða vel þar  Takk kærlega fyrir síðast, hefði gjarnan viljað stoppa lengur - leið svo ósköp vel.

Var að komast að því að systir mín þekkir þig og pabba þinn. Þarf að bjalla í þig við tækifæri og útskýra það

Hugsa oft til ykkar þarna fyrir austan

Knús

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband