ó borg mín borg

 

 Það er nú þannig að hugurinn hefur leitað óvenju mikið til Barcelona nú í morgun. Kanske er skýringuna að finna í því að ég er búin að vera í meira sambandi við vinkonu mína þar síðustu daga en undanfarið vegna frágangs á mínum málum þar. Það er nefnilega enn einn daginn "virkilega" mikið að gera hér á bæ og þá hugsar maður til þeirra stunda er setið var á kaffihúsi í Borne eða bara stroll niður Römbluna eða Gracia - en veruleikinn er hér og nú en tíminn í Barcelona var yndislegur og á meðan ég skúraði salinn áðan rifjaði ég upp í huganum staði og stundir í þessari yndislegu borg sem ég lærði svo vel að meta. Ég var nú líka að spjalla við eina af mínum betri vinkonum í gær sem er við störf niður á eyjum sem við elskum báðar - Mallorca - þannig að hugurinn leitar til suðurs þessa dagana - skrítið ha.

 Nú er að hefjast um 400 manna ættarmót hér niður í Féló og komum við eithvað aðþví með  kaffiveitingum,  sem eru með nokkuð þjóðlegum hætti. Kleinur - pungar og flatbrauð í aðalhlutverki á borðinu - allt bakað af kvenfélagskonum hér á Klaustri. Sambýlismaðurinn er við stjórn þar en ég hér á telinu með Svíanum og hálfa Frakkanum - stuð hér hjá okkur, verið að dekka salinn og gera klárt fyrir kvöldið en það eru 2 stórir hópar í húsi og því lítið um lausa eins og við segjum hér en það eru einstaklingar.

Bueno fin del semana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband