29.7.2008 | 20:01
Jæja sæll
Ekki kannast ég við myndina sem efst er á síðunni minni, verð búin að læra hvernig ég breyti þessu fyrir næstu færslu. Nú er ég búin að standa upp c.a 50 sinnum til að sinna örfáum gestum með mismunandi snöfl, og pínu vesen. Ekkert vandamál enn sem komið er sem betur fer. En ekki skil ég afhverju blessað fólkið er ekki utan dyra í þessu blíðskaparveðri sem hér er núna.
Þá er að reyna aftur, snöflið búið í bili, klaki, aukakoddar, auka þetta og auka hitt. En nú eru hópar sestir að snæðingi og aðrir gestir að reitast inn í veitingasalinn. Planið er að halda í höfuðstaðinn annað kvöld að lokinni keyrslu - í veitingasalnum.
Stefnan er að skella sér í framköllun og svo á að fara í bíó með múttu, sis og dótturinni auk litla frænda að sjá "Mamma mía" hlakka mikið til. Áttaði mig á að þetta væri nú kanske ekki kjör ferðatími þar sem hin eina sanna Verslunarmannahelgi er um helgina og ekki ósennilegt að það verði meiri umferð en alla jafna á leiðinni austur aftur. En eftir þessa helgi fer að fækka í hópnum hér hjá okkur þar sem þeir fyrstu eru á heimleið eftir þessa miklu skemmtihelgi.
Hasta luego
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.