Haust

 

Er nú ekki enn búin að ná því að það sé búið að breyta opnunartímum hér frá því sem var í sumar og á ég þá við í Magasíninu þá aðallega. Nú er sem sagt lokað frá hádegi á laugardag fram á mánudag og þá er nú betra að gleyma ekki að storma niður eftir og versla aðeins inn því þó aðallega sé dvalið á vinnustað þarf nú eitt og annað nauðsynlegt að vera til í kotinu. Kvennaleikfimin er að byrja og sundlaugin er nú opin milli 17-20 alla daga og betra að muna það þegar gestir koma hér í hús og spyrja um það. Sem sagt vetraropnun á Klaustri og betra að muna það.

Nú í vikunni fengum við ökumenn á "fornbílum" á leið um landið í gistingu og var yndislegt að fylgjast með hvað þetta fólk skemmti sér vel í sinni ferð - og var ekkert að láta rigningu og rok skemma fyrir sér. Bílarnir voru af ýmsum gerðum og mis fornir eða þannig, þarna var meðal annars Citroen bíll svona "froskur" með pumpur bleikur að lit, en karl faðir minn átti einmitt einn slíkan þegar ég fékk ökuréttindi fyrir "nokkrum" árum eða þannig. Nema sá bíll var mun flottari en þessi bleiki, sterk appelsínugulur með svartan viniltopp sem þótti frekar nýstárlegt á þeim tíma. Eftir þeim bíl var tekið hvar sem hann sást. En hér var líka að finna lítinn nokkuð gamlan Austin Mini og svo þessa flottu stóru tveggjadyra bíla sem maður hefur nú ekki séð fram að þessu nema í bíó. Skemmtilegur hópur á óvenjulegum farartækjum - fín tilbreyting frá því hefðbundna.

Nú erum við settið að fara í frí um helgina í viku tíma - mikil tilhlökkun - heyrumst síðar.

Hasta luego 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband