18.10.2008 | 19:38
Fallegur dagur.
Já það er ekki spurning að dagurinn í dag var frekar flottur hér á Klaustri - veðurfarslega séð. Við settið erum búin að vera ásamt samstarfsfólki okkar hér í undirbúningsvinnu fyrir næstu helgi en þá verða hér á Klaustrinu fjöldinn allur af hestamönnum, þar ´landsþig þeirra landsþing þeirra verður haldið hér þá. Sem sagt það er enn alveg ágætt að gera hér á telinu, ekki er mikið um "krippu" tal hér í sveit en þó, gárungar hér segja að núverandi ástand sé ekkert nýtt fyrir Klaustursbúa, þetta sé búið að vera viðloðandi hér í sveit undanfarin tuttugu ár. Við höldum okkar striki hér á bæ.
Ég fór í vinnuferð til höfuðstaðar Írlands - Dublinar um síðustu helgi og þar á bæ er svipað ástand og hér hjá okkur en einhvernveginn ber minna á því. Alltaf er gott að koma til Dublin hitta vini og spjalla, en því verður ekki neitað að ekki er létt yfir mönnum þar frekar en hér. Miklar vangaveltur um hvað framtíðin ber í skauti sér og er það ekki bara akkurat það sama og við vildum gjarna vita líka. En nú er ekki annað í boði en halda áfram að berjast og leggja afgangskrónur ef einhverjar eru inn á bók og gleyma öllum gylliboðum um pappírskaup nema þá kanske skrifpappír.
Buen fin del semana
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.