26.6.2008 | 20:25
Trött
Ekki laust við að við settið séum frekar framlág og trött núna allir dagar langir. Spennandi tónleikar í félagsheimilinu á eftir freista en sé nú ekki fram á að við náum þeim - því miður. Þetta er vont en það venst eins og sagt er, það eru alveg þrír máðuðir eftir á sama tempói þannig að það er betra að skella sér í þann gírinn. Ekkert sama sem merki með vinnu minni hér og í Barcelona, töluvert minna umleikis þar og rólegra yfir öllu lífið í fastari skorðum. Þetta er búið að vera erilsamur dagur mikið um lausa trafík og ferðalangar enn að detta inn og leita sér að gistingu. Þannig að við erum að verða búin að holufylla í þau fáu lausu rúm sem við áttum sem er hið besta mál. Á morgun kemur er nýr dagur sem stefnir í álíka "skemmtiatriði". Frábært veður dag eftir dag vinnur svo sannarlega með okkur núna, það eru allir svo jákvæðir í svona veðurfari.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 14:54
Fíflar
Já það er vel af þeim ófögnuði í lóðinni hér hjá okkur og á það bæði við hér á telinu og við húsið heima. Fallegir eru þeir í fjarlægð en í svona miklu magni eins og hér - nei takk. En nú er ungliðahreyfingin að slá við mismikinn fögnuð og ekki skoraði ég nú hátt á vinsældarlistanum við að segja þeim að rífa stærstu fífla hraukana og snyrta í kringum trén. Búin að segja þeim að það sé yndislegt veður og frábært að vera úti við að vinna núna dugði skammt en þeir fóru nú út. Hér eru nefnilega í húsi tveir stórir hópar þannig að það er ekki mikið um þrif á herbergjum bara "tiltekt" sem tekur mun styttri tíma. Þannig að í blíðunni er tilvalið að taka til hendinni utandyra núna þar sem nú er tími til þess. Geturm ekki sett ný sumarblóm í ný ker fyrir utan hús með allt annað í órækt í kring fífla hrauka og annað. En þetta er nú stundum eins og að reka stórt heimili og eiga fjölda "barna", passa upp á allt og alla.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 18:07
Líf og fjör
Já það má nú segja og ekki verður kvartað undan aðgerðarleysi eða lognmollu hér. Það styttist í mánaðarmót með nýjum vandamálum sem eru nú reyndar ekki alveg ný af nálinni hér sem sagt YFIRBÓKANIR. En sem betur fer þá leysist það nú að öllu jöfnu farsællega en þetta er næsta árvisst á þessu stórheimili. Erum farin að sjá glufu í að leysa vandamálið stóra sem er starfsmanna húsnæði má nú ekki seinna vera þar sem erlendu starfsmennirnir eru að koma eftir næstu helgi. Hér rúllar allt mjög vel samhentur hópur sem hér starfar. Sambýlismaðurinn skrapp til byggða áðan til að skoða framkvæmdir í húsinu sem við festum kaup á í höfuðstaðnum og erum að breyta og bæta. Við erum sem sagt til skiptist á ferðinni hér á milli Klausturs og Reykjavíkur.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 20:07
Laugardagskvöld
Já og þau eru nú ekki mikið frábrugðin öðrum kvöldum hér á bæ eða þannig, fullt hús stórir hópar og töskuburður. Já þannig eru nú flest laugardagskvöld hér hjá okkur á hótelinu. Allir kátir með að hafa fullt hús, nú sem stendur er rólegt hjá mér hér frammi þar sem það eru allir gestir hótelsins inni í sal að borða nú sem stendur - stuðið er þar núna. Annars er nú ekki mikið að ske þessa dagana hér hjá okkur annað en að okkur bráð vantar húsnæði fyirir starfsfólkið okkar sem kemur frá höfuðstaðnum, Danaveldi og Póllandi. Það húsnæði sem við vorum með er því miður ekki til staðar lengur það er að segja inngangurinn að húsnæðinu. Hann hvarf bara einn daginn þannig að við erum í stökustu vandræðum sem stendur. Ekki hljómar nú vel í eyrum unliðahreyfingarinnar að búa í tjaldi - það rignir nefnilega stundum hér og það hressilega þannig að nú er ekki annað að gera en að leggjast á bæn og vona að það detti niður eins og eitt stk hús hér í nánd við Kirkjubæjarklaustur. Laglínan "Ég lifi í draumi" á nokkuð vel við hér hjá okkur hjúum núna, búið að skoða alla möguleika höldum við. En á morgun er kominn nýr dagur og aldrei að vita hvað hann ber í skauti sér. Jónsmessunæturganga núna á eftir og aldrei að vita nema við náum að skella okkur með í hana.
Buen fin del semana.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 11:51
Stutt og laggott
Já þannig verður það núna, stefnan er tekin á höfuðstaðinn nú eftir hádegi, enn og aftur í útréttingar. Það er nefnilega stundum þannig að ef við tökum okkur til hér á Klaustri og pöntum varning að sunnan þá er ekki endilega verið að senda okkur það sem við erum að biðja um. Hef það stundum á tilfinningunni að starfsmenn á lagerum hinna ýmsu fyrirtækja sem við erum að skipta við standi fyrir fram hillurnar og sjái að það sé bara til gult ker en ekki grátt, og hugsi æi þetta er að fara á Klaustur þau hljóta að geta notað þetta. Merkja varninginn og senda því það er ekki alltaf auðvelt fyrir okkur að skila, endursenda með tilheyrandi veseni, og oftar en ekki er þetta vara sem á að nota strax en ekki eftir viku tíma eða svo. Þetta er nú líka hlutur sem við sveitamenn erum fljót að átta okkur á og aðlagast, hér höfum við eina verslun sem er með gott vöruúrval en alltaf þarf maður nú einhvern varning úr höfuðstaðunum líka. Sem sagt sólahrings ferð fyrirhuguð núna.
Að sjálfsögðu á að nota einhverjar mínútur til að kíkja á húsarústirnar okkar og familíuna.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 13:23
Hæ hó jíbbí jei
Já það er kominn 17. júní og ungliðahreyfingin við ótrúlega góða heilsu eftir næturbröltið. Nú fer að fara í gang hátíðardagskrá hér á Klaustri og er kallinn að undirbúa sig fyrir "vatnsfótbolta" sem fara á fram á eftir. Ekki veit ég nú út áhvað það gengur en eitt er næsta víst að ekki munu þeir eiga neina von um að komast í lið Börsunga sem þarna keppa. Ekki það að það sé nú markmiðið heldur bara að hafa gaman af, því miður missi ég af þessari uppákomu þar sem ég mun gæta bús og "barna" hér á hótelinu á meðan á leiknum stendur. Sendi eins marga og kostur er til að hvetja "gamla" og hans lið til dáða.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 20:04
Rok og dansur í kvella
Já það er rok hér hjá okkur á Klaustri núna ekki laust við að manni finnist þetta minna á haustveður en ekki sumar og blíðu. En við erum nú kát helgin var æði eins og sagt er og það lægir nú aftur og mun sjást til sólar. Útlendingarnir sem eru hér hjá okkur eru nú ekki að sækjast eftir sól en gætu þegið að hafa þurrt, sjá fjöll og jökla. Alltaf er nú jafn gaman að hlusta á hugfangna gestina sem eiga vart orð yfir fegurðina hér og er maður hreint að rifna úr monti og ánægju með sitt fagra land. Við vorum nú að tala um það hér á hótelinu í dag að það væru hrein forréttindi að geta skrúfað frá krana og drukkið okkar ferska og góða vatn, eithvað sem þarf að kaupa á flestum öðrum stöðum í heiminum.
Það er mikill hugur í ungliðahreyfingunni hjá okkur núna: fyrsti dansleikur sumarsins er einmitt í kvöld, mikil spenna liggur í loftinu. Ekki nóg með það líka er lifandi tónlist á kaffihúsi bæjarins, sem sagt allt að gerast nú kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn. Þannig að allir sem vettnlingi geta valdið ætla að bregða undir sig betri fætinum og skanna næturlífið hér á Klaustri sem er nú ekki leiðinlegt hefur mér skilist á þeim sem yngri eru. Góða skemmtun.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 15:41
Vaðið úr einu í annað
Já það er nú pínu þannig sem hlutirninr hafa verið hér undanfarna viku. Þurfti að fara í höfuðstaðinn til að útrétta í vikunni og þá rifjaðist fljótt upp hversu leiðinlegt er að aka á milli staða í henni Reykjavík. Upplifði ég mikinn hraða og mikið tillitsleysi í umferðinni og er ég nýkomin frá Barcelona þar sem ég vað ekki vör við þetta mikla stress sem mér finns einkenna umferðina í höfuðstað okkar. Að ekki sé nú talað um á þjóðvegi eitt hér á milli Klausturs og Reykjavíkur, ég stilli kontrólið á 90 í bílnum sem er löglegur hraði hér á milli og það fer hver einasti bíll fram úr manni og er horfinn úr augsýn á nokkrum mínútum þannig að eeki er hraðinn löglegur hjá þessum ökumönnum eða hvað.
Það er búin að vera sannkölluð veðurblíða hér undanfarna daga og ekkert lát á henni ennþá. Ferðamálafélagið stendur fyrir gönguferði í kvöld og stefnum við settið á að vera með í þeim labbitúr, þar sem hér á allt að vera komið fyrir vind um klukkan tuttugu ef að líkum lætur.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 14:53
Jökullinn
Hér var sko flott veður í gærkveldi og sá ég þá jökulinn í fyrsta skipti síðan ég kom hingað austur aftur eftir vetrardvöl í borg Börsunga. Fagurt er það, sólargeislar dansandi á jöklinum, stafa logn og bjart fram eftir kvöldi - það er bara ekkert flottara en landið okkar á svona stundum. Við settið fórum í okkar fyrsta hjólatúr þetta sumarið í gærkveldi, nutum útiverunnar í botn. En svo núna rétt í þessu, skall á svona eiginlega kafarabúningsveður sem sagt úrhellisrigning. Skil stundum ekki hvað er mikið til af vætu þarna uppi, og hvort þarf endilega að láta okkur hafa svona mikið af henni í einu og marga daga í röð. Spurning hvort ekki mætti dreifa þessu aðeins betur eða hvað. Hér hjá okkur er svona " taka til vika" í sveitinni núna og var meiningin hjá okkur að koma sér og sínum út að slá og snyrta til utandyra en það verður bara að bíða sökum veðurs.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 15:21
Sundlaugin - tær snilld
Jibbí það er búið að opna sundlaugina okkar aftur hér á Klaustri við búin að bíða svolítið eftir þessum atburði en munurinn á þeirri gömlu er ekki lítill. Nýja laugin er flott og hér eigum við líka frábært nýtt íþróttahús og tækjasal, sem sagt við getum stundað íþróttir hér alla daga núna. Persónulega er ég nú ánægðust með laugina og veit að gestir sem eiga eftir að leggja leið sína hingað til okkar á Klaustrið í sumar eiga eftir að njóta þess að geta stungið sér í laugina. Ekki spillir fyrir að sitji maður í pottinum þá blasir Systrafossinn við, ekki amarlegt útsýni það. Mæli með gönguferð upp með fossinum yfir heiðina eftir göngustígnum sem þar er merktur og niður með Stjórnarfossi kíkja við á Kirkjugólfinu og svo aftur inn í bæ. Frábært útsýni er yfir sveitina og að jöklinum þegar upp er komið, en við hér köllum þetta ástarbrautina enda með eindæmum rómantískt umhverfi. Tilvalið að enda svo gönguna með því að skella sér í sund og pottinn, láta líða úr sér eftir gönguna. Klaustur er yndislegur staður, segi ég fædd og uppalin í Reykjavík og á ættir að rekja vestast á Vestfirði.
Hasta pronto aqui.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar