7.6.2008 | 17:39
Skýfall á Klaustrinu
Það má með sanni segja að það sé mikið vatnsveður í dag við opnun Vatnajökulsþjóðgarðs slík er rigningin búin að vera í dag. Ekki á ég þó von á að það hafi aftrað þeim sem ætluðu sér austur frá því að vera viðstödd þennan merkisatburð. Því miður áttum við ekki heimangengt héðan þar sem hér voru fundahöld í morgun, auk þess sem hér voru gestir í hádegisverði sem voru á leið austur. Sama var upp á teningnum varðandi kvennahlaupið ég horfði bara á eftir konunum hér skokka af stað og sama hugsun rann í gegnum hugann og undanfarin ár - verð með næst. Ekki er það "formið" sem aftrar núna það er alveg sæmilegt sem stendur nei það er sama gamla lumman - vinnan - fúlt ekki satt. En svona er þetta í þessari vinnu maður er alltaf á skjön við allt, frí þegar aðrir eru að vinna eða bara alltaf að vinna, en það styttir upp um síðir veður og vinna.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 20:50
Allt komið á fullt
Það má segja að svo sé því hér er allt komið á fullt í fallegu sveitinni okkar, fullt að gera hjá okkur á hótelinu - passa mikið vel að segja ekki brjálað. Yfirbókanir byrjaðar sem sagt sumarið komið með tilheyrandi, mikil vinna, langir dagar en sem betur fer er megnið af okkar yndislegu ungmennum mætt til vinnu. Þau eru eins og farfuglar eða þannig, koma um leið og skóla lýkur og hverfa svo því miður allt of snemma aftur til baka í skóla. Segi og skrifa alltof snemma því sem betur fer þá hefur sumarið lengst hjá okkur sem stöndum í hótel rekstri, lengst í báðar áttir -vor og haust. Þá sár vantar okkur ungliðahreyfinguna okkar til vinnu, en þá kemur útlendingahersveitin sterk inn því háskólar erlendis eru fram í júní og byrja ekki fyrr en í lok september. Sem sagt þetta sleppur vonandi allt til hjá okkur nú sem undanfarin ár, þökk sé samhentum hóp frábærra ungmenna sem hér starfa.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 21:27
Nú er það Klaustrið
Já nú er ég komin alla leið á Klaustur, sem sagt heim í heiðar dalinn og þar með aftur í tölvusamband. Hér er rigning og rok þannig að ekki sést í jökul og segjast verður að það hefur verið fallegra hér á Klaustri en akkurat í dag. Nú er verið að vinna í að koma sér fyrir hér sem og að koma sér í gang í vinnu aftur. Gott að koma hingað heim á Klaustur aftur og er ég næsta viss að í næstu viku þegar allt komið verður í sinn vana farveg er, ekki ólíklegt að Barcelona mjakist inn í þokukennda en yndislega minningu. Svo er bara að finna leið til að halda við Spanglishinu sem var komið á nokkuð gott skrið. Mun taka létta æfingu á þeim gestum okkar hér sem tala málið sem mér skilst að verði nú ekki svo fáir þetta sumarið.
Í höfuðstaðnum var farið að skoða húsið sem við vorum að kaupa og aðeins er byrjað að plana framhald á því sem gera á þar, en það er nú eitt eða tvö handtök. Ekki leiðinlegt að skoða og spekulera í hlutunum, hvernig hvað á að vera skoða og velja alla hluti sem er jú bara rétt að byrja.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 07:25
Heim - á eftir
Já nú er komið að því - heimferð á eftir. Vélin á að fara að spænskum tíma um tvö leitið sem þýðir að ég ætti að vera komin heim á klaka um fimmleitið að íslenskum tíma. Síðustu metrarnir pínu töff, það er við að koma restinni af því sem manni fylgir niður í tösku, þvílíkt af dóti. Töskurnar tvær eru í þyngri kantinum þannig að nú er að taka á því og koma þessu síðasta spottann út á flugvöll. Barcelona er loksins hætt að gráta brottför mína héðan, því nú skín sól og komið hið besta strandveður aftur, kominn tími til segja gestir en heimamenn glaðir með veituna að vanda. Nú er það síðasta verkið í bili sjá til þess að það sé til í bankanum fyrir gas og rafmagnsreikningum og skunda svo út á flugvöll
Hlakka mikið til að koma heim spennandi verkefni sem þar bíða svo ekki sé nú talað um minn yndislega sambýlismann, börnin og alla familíuna.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 09:07
3 dagar
Já nú er ekki langt eftir af dvölinni hér og mikil tilhlökkun að koma heim. Nú er verið í því að kveðja vini hér heimamenn og samlanda mína sem ég hef kynnst hér. Alla ætla ég að hitta aftur þar sem sagt á Íslandi eða hér, því hingað kem ég aftur til lengri eða skemmri dvalar. Í manna minnum hefur vorið ekki verið eins kalt og nú en allir kætast yfir vætunni sem dettur niður á okkur hluta úr degi alla daga. Heima er óvenju hlýtt þannig að nú segir maður heimamönnum að þeirra vor hafi villst aðeins og skroppið norður yfir ballarhaf og sé á Íslandi núna, en þegar ég kem heim er næsta víst að það kólnar fljótt. Nú á að halda inn í bæ og skanna nokkra staði sem hafa verið pínu útundan síðustu vikur því það eru jú bara 3 dagar í heimferð.
Ýmislegt að gerast heima líka núna, minn yndislegi sambýlismaður er búinn að vera að því nú í maí mánuði að hreinsa út úr húsinu sem við vorum að kaupa og ætlum að fara að breyta og bæta aðeins. Búinn að henda einhverjum tonnum af flísum og öðru sem ekki hentar lengur. Aðeins er víst of vægt til orða tekið skilst mér því þar stendur víst ekki steinn yfir steini núna og "kofinn" fokheldur. Sem sagt tímabært að koma sér heim og fylgjast með, taka til hendinni - vera með.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 11:18
Pökkun
Já daginn á að nota til að pakka niður öllu sem ekki þarf að nota síðustu dagana hér. Rigningin sem átti að vera hér í gær mætti í dag í staðin, ágætis skipti það. Notaði því gærdaginn til útiveru og dagurinn í dag sem sagt vel til þess fallinn að vera bara inni. Líka í skjóli þess að ekki átti að vera sólarveður í gær og því var lítið um að sólarvarnir væru notaðar, lúmskt veður og ekki laust við að ennið sé aðeins of rjótt eða þannig. Ekki til skaða en hefur gott af rakanum sem er í dag og að vera bara inni taka saman það sem á að fara heim og gera klárt fyrir brottför. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er nú samt drjúgt þó megnið af vetrarfatnaðinum sé þegar komið heim á Klaustur í sólina þar. Það er búið að plana næstu daga að mestu en þó er fimmtudagurinn ennþá óskrfiað blað til að eiga upp á að hlaupa í óvæntar uppákomur svona á síðustu stundu. Það eru sem sagt ekki margir dagar eftir og þá á að nota til hins ýtrasta og njóta Barcelona þar til næst. Það er ekki spurning um hvort ég kem aftur bara hvenær. Nú er að njóta.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 09:55
Úði
Já það er rigningarúði núna og á að vera næstu daga, engin leiðindi en ekki það skemmtilegasta. Allar líkur á að það verði svona veður fram að brottför hjá mér og jafnvel bæti í smá þrumur í næstu viku. Á sem sagt að minna mann á sumarveður heima áður en haldið verður í norðurátt. Þegar ég var að skokka í morgun meðfram ströndinni var nú ekki beint líflegt um að litast, lítið af fólki á ferli og örfáir skokkarar sem eru að öllu jöfnu nokkuð margir. Má segja að þessi úði sem alls ekki getur kallast rigning hafi séð til þess að þeir sem vettnlingi geta valdið haldi sig innandyra. En nú á að halda inn í bæ og taka einn rúnt um Example, jafnvel upp í Gracia, rápa þar aðeins inn og út úr þeim litlu skemmtilegu bútíks sem þar eru. Detta inn á eitt kaffihús eða tvö og svo er stefnan tekin á smá Shusi áður en haldið verður heim aftur. Þetta er sem sagt í grófum dráttum plan þessa dags, en nu er rétt vika í brottför af stæði hér. Verður ekki leiðinlegt að koma heim og takast á við það sem þar bíður.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 07:49
Nuddkonurnar
Þá er að flýta sé minna á tökkunum og reyna að stafsetja rétt. Já nuddkonurnar á ströndinni hér eru alveg sér á parti. Þær eru undantekningarlaust af Tælenskum eða kínverskum uppruna og sé maður á ferð niður við strönd fyrri hluta dags þá eru þær örfáar og mjög kurteisar ganga um og bjóða fólki "massage" á einhverri mjög bjagaðri mállísku. Þegar líður á daginn er ljóst að það fjölgar mjög í hópnum og slagurinn um kúnnann verður harðari og þær um leið, leiðinlega ágengar. Það er potað í mann togað í tærnar á manni og allt reynt til að selja það sem þær kalla kínverskt nudd á fimm evrur. Ég fór á stöndina í smá tíma í gær og var aðeins að gefa þeim auga eftir umtalsvert áreiti og það er ljóst að þær eru ekki mjög vinveittar hver annari svona í flestum tilfellum. Séu karlar liggjandi einir að sóla sig eru þeir öruggasta skotmarkið, eldri konur koma næst en unga fólkið fær nokkurnveginn frið, sem og heimamenn. Ég er búin að prufa þetta einu sinni og það er svona spurning hvort það verður gert aftur, ef ég geri samanburð á því nuddi sem ég hef áður fengið hjá fagfólki þá þetta ekki nudd. Það er líka hægt að versla vatn, gos og öl af einhverjum sem gengur um að bjóða slíkan varning sem og að láta mála á sig henna tattú. Ekki má nú gelyma slæðukonunum sem stundum hafa sést hér, sem sagt líf og fjör á ströndinni hér í borg Börsunga.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 14:24
Sólin, störndin og Sálin
Það var sem sagt strandveður hluta úr degi í dag, bara sérstaklega fyrir mig. Þar sem ég lá niður á strönd með minn I-pod og að velja mér eithvað að hlusta á þá varð Sálin fyrir valinu og ekki veit ég afhverju. Ekki get ég flokkast undir að vera neinn sérstakur aðdáandi en í dag virkaði þetta mikið vel að hlusta á Stebba og félaga. Hugurinn reikaði nokkur ár aftur í tímann eiginlega lengra en ég vil viðurkenna eða alveg aftur til ársins "92. Það sumar var ég áð stíga mín fyrstu spor í sólarfararstjórn á yndislegu eyjunni Mallorca. Þá komu listamenn til okkar og vor um viku tíma, tróðu upp fyrir farþega og aðra gesti mjöt skemmtilegt. Stórhljómsveitin Sálin var meðal þeirra listamanna sem kom til eyjarinnar og hélt eftirminnilega tónleika í gömlu Alcudia. Það var nýbúin að vera bæjarhátið og allt vel og skemmtilega skreytt þegar þeir tróðu upp og bæjarbúar sem að öllou jöfnu eru nú ekki að opna hjá sér gluggana voru komir með alla glugga upp á gátt og fylgdust með. Gestur þeirra félaga í ferðinni var Pétur heitinn Kristjánsson sem tróð upp með þeim í Alcudia, tók lagið sem sínu lagi eins og hönum var einum lagið. Mikið vatn runnið til sjávar frá því þetta var en yndislegur tími. Uppgötvaði að ég gæti alveg hugsað mér að fara á tónleika með þeim Sálarfélögum, ekki kanske dansleik hef ekki rétta aldurinn í það.
Manana es Lunes, hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2008 | 10:44
Helgin
Í dag eru akkurat tvær vikur í heimferð, sem sagt of fljótt til að telja í klukkustundum. Um helgina er hittingur hjá mér og þeim innanlandsfararstjórum sem farið hafa með mér í skoðunarferðir í vetur hressar konur, hlakka ég til að setjast með þeim yfir eitt cava glas eða tvö. En stefnan var nú tekin á sólbað að einhverju leiti um helgina líka, en það verður nú að öllum líkindum ekki mikið af því. Það er úði hér á morgnana en léttir til um miðjan daginn, frábært veður en ekki beint til að sóla sig. Ætlaði nefnilega að vera með húðlit við heimkomu eftir sjö mánaða dvöl hér, en nú segir Pollýannan í mér að það sé svo mein óholt að fara í sólbað að ég er orðin henni hjartanlega sammála. Mikill munur á að vera frísklegur eða sólrauð og flekkótt, sem sagt ég fer heim eins og ég kom pínu grámygluleg. Það er nú líka þannig með þennan sólarhúðlit maður er svo skrambi fljótur að þvo þetta af sér, tala nú ekki um að nú fæst þetta allt í túbum og líklega mun hollara þannig.
Þannig að helgin fer í að njóta, ekki baka, með vinum hér í borg Börsunga út í eitt.
Buen fin del semana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar