Færsluflokkur: Dægurmál

Jólafíling - fer að detta inn

Já það er sungið um það í radióinu, en satt að segja vantar nú pínu upp á það hjá mér ennþá en þetta er allt að koma. Við settið og staffið hér erum búin að skreyta allt telið og hér var jólahlaðborð um helgina og verður aftur á næsta laugardag. Jólatréð er bara flott og kemur úr skóginum í Skaftrártungu annað árið í röð. Yngsta fólkið heimsækir okkur á morgun í súkkulaði og smákökur og er alltaf líflegt og gaman þegar þau koma, en við settið missum því miður af því í þetta sinn.

Á sama tíma í fyrra var ég í Barcelona og rifjaðist það upp fyrir mér að mér fannst jólaundirbúnings tíminn frekar mikið frábruðinn okkar siðum - nánst engin útiljós og þau sem sett voru upp voru slokkt á kvöldin til að spara rafmagn. Jólalegra og notalegra hér heima, heima er best á þessum tíma árs án efa.

Nú er það RVK city og enn og aftur að reka á eftir iðnaðarmönnum þar sem til stendur að flytja inn í húsið á mánudag. Bjartsýni en þetta átti nú allt að vera búið í Okt og einhver sagði mér að nú væri kominn Des þannig að segja má að ekki hafi nú tímaplön staðist og er það víst ekki alveg nýtt af nálinni þegar iðnaðarmenn eru annars vegar.

Adios


Fallegur dagur.

 

Já það er ekki spurning að dagurinn í dag var frekar flottur hér á Klaustri - veðurfarslega séð. Við settið erum búin að vera ásamt samstarfsfólki okkar hér í undirbúningsvinnu fyrir næstu helgi en þá verða hér á Klaustrinu fjöldinn allur af hestamönnum, þar ´landsþig þeirra landsþing þeirra verður haldið hér þá. Sem sagt það er enn alveg ágætt að gera hér á telinu, ekki er mikið um "krippu" tal hér í sveit en þó, gárungar hér segja að núverandi ástand sé ekkert nýtt fyrir Klaustursbúa, þetta sé búið að vera viðloðandi hér í sveit undanfarin tuttugu ár. Við höldum okkar striki hér á bæ.

Ég fór í vinnuferð til höfuðstaðar Írlands - Dublinar um síðustu helgi og þar á bæ er svipað ástand og hér hjá okkur en einhvernveginn ber minna á því. Alltaf er gott að koma til Dublin hitta vini og spjalla, en því verður ekki neitað að ekki er létt yfir mönnum þar frekar en hér. Miklar vangaveltur um hvað framtíðin ber í skauti sér og er það ekki bara akkurat það sama og við vildum gjarna vita líka.  En nú er ekki annað í boði en halda áfram að berjast og leggja afgangskrónur ef einhverjar eru inn á bók og gleyma öllum gylliboðum um pappírskaup nema þá kanske skrifpappír.

Buen fin del semana

 


Þar kom að því - allt hvítt

 

Það er búið að vera einhver tímaskortur í gangi upp á síðkastið og lítið verið gert í því að gefa sér tíma til að skrá eithvað inn á þessa síðu. Hér hjá okkur sambýlingunum núna er lítill frændi minn sem heldur betur var kátur þegar hann vaknaði í morgun og leit út um gluggann - allllt hvítt og fyrsta spurning koma þá jólin bráðum. Ekki rekur mig minni til þess að það hafi snjóað svona snemma hér en gæti þó vel hafa skeð þó ekki muni ég það. En um næstu helgi liggur leiðin til Dublin city í vinnuferð sem fararstjóri þar gæti ringt á okkur en ekki líklegt að snjói. Þetta er nú eins og Írar segja "Me home town" enda búin að vera þar með annan fótinn í tæp hundrað ár eða svo. Hlakka mikið til enda er borgin frábær og fólkið yndislegt. Það mun gefast tími til að strolla niður Grafton stræti, einn kaffi í Powerscourt jafnvel kíkja inn hjá Markt og Smart að ekki sé talað um Brown Thomas ein glæsilegasta verslun borgarinnar- bara að skoða skódeildina ekki spurnig. Fróðlegt verður líka að sjá og upplifa hver áhrif efnahagskuldanns hefur haft á frændur vora Íra.

hasta luego


Haust

 

Er nú ekki enn búin að ná því að það sé búið að breyta opnunartímum hér frá því sem var í sumar og á ég þá við í Magasíninu þá aðallega. Nú er sem sagt lokað frá hádegi á laugardag fram á mánudag og þá er nú betra að gleyma ekki að storma niður eftir og versla aðeins inn því þó aðallega sé dvalið á vinnustað þarf nú eitt og annað nauðsynlegt að vera til í kotinu. Kvennaleikfimin er að byrja og sundlaugin er nú opin milli 17-20 alla daga og betra að muna það þegar gestir koma hér í hús og spyrja um það. Sem sagt vetraropnun á Klaustri og betra að muna það.

Nú í vikunni fengum við ökumenn á "fornbílum" á leið um landið í gistingu og var yndislegt að fylgjast með hvað þetta fólk skemmti sér vel í sinni ferð - og var ekkert að láta rigningu og rok skemma fyrir sér. Bílarnir voru af ýmsum gerðum og mis fornir eða þannig, þarna var meðal annars Citroen bíll svona "froskur" með pumpur bleikur að lit, en karl faðir minn átti einmitt einn slíkan þegar ég fékk ökuréttindi fyrir "nokkrum" árum eða þannig. Nema sá bíll var mun flottari en þessi bleiki, sterk appelsínugulur með svartan viniltopp sem þótti frekar nýstárlegt á þeim tíma. Eftir þeim bíl var tekið hvar sem hann sást. En hér var líka að finna lítinn nokkuð gamlan Austin Mini og svo þessa flottu stóru tveggjadyra bíla sem maður hefur nú ekki séð fram að þessu nema í bíó. Skemmtilegur hópur á óvenjulegum farartækjum - fín tilbreyting frá því hefðbundna.

Nú erum við settið að fara í frí um helgina í viku tíma - mikil tilhlökkun - heyrumst síðar.

Hasta luego 


Réttardagur og slútt

 

Bændur hér í sveit komu af fjalli í gær með sitt fé og var réttað nú í morgun. Mikið umleikis er  mér sagt en ungliðahreyfingin hér á bæ skellti sér í réttirnar í morgunsárið. Utlendingunum okkar fannst þetta fyrirbæri "réttir" bara skemmtilegt eins og þau sögðu.  Eins og á sönnum réttardegi er réttarball með tilheyrandi, og sá hluti ungliðahreyfingarinnar sem byrjað var í skóla á höfuðborgasvæðinu skelli sér hingað austur aftur til að fara á dansleik og halda slútt. Slútt er nokkursskonar kveðjustund eftir sumarið, og  fellst nú aðallega í því að gera sér glaðan dag saman - og dansa svo út í nóttina á réttarballi. Það fer nú að verða hefð fyrir því að halda "slúttið" þessa ákveðnu helgi, réttarhelgina ákveðin stemmning fylgir því. Við settið erum á vakt hér á telinu þessa nóttina, og morgunvaktin er okkar - tökum síestu spænskum sið á morgun.

Hasta luego.


Blíða

 

Frábært veður hér í dag - logn, sól og hiti - frábært eftir frekar leiðinlega daga. Það er heldur betur búið að minna mann á það undanfarið að það sé farið að hausta. Núna allra síðustu daga er búið að vera óvenju rólegt hér á telinu og mín átti frí seinnihluta dags í gær - þökk sé yndislegum sambýlismanni. Þegar ég var að rölta yfir planið heim á leið í gær hugsaði ég að nú væri tíminn til að skella sér í göngu upp með Systrafossi og njóta veðurblíðunnar, en fæturninr voru ekki sammála þannig að göngunni lauk við húsið heima. En ég tók mig nú til og dró fram trönurnar og penslana og nú á ap fara að fikta aftur með það þegar færi gefst. Ég gaf mér líka tíma til að kanna hvað ég gæti hugsanlega farið að læra í fjarnámi í vetur, nýta tímann, vera pínu skipulögð. Svo var nú bara sest í sófann og starað á flísprufur svona til að kanna hvernig manni líður með þetta og hvort gæti passað í "nýja" húsið sem fer nú vonandi að komast yfir fokheldisstig.

Stefnan er tekin á smá frí um miðjan mánuð og að venju á að gera "allt". En byrja upp í sumó með gamla settinu eina helgi í notalegheitum. Hlakka til.

Hasta luego


Berjatíð

 

Já nú er búið að hreinsa til á runnum í garðinum bæði Sól-og Rifsber og meira að segja búið að storma uppmeð Systrafossi og ná í slatta af Hrútaberjum. Tek það skýrt fram að ég kom ekki nálægt þessari aðgerð það sáu bræðrabörn mín alfarið um ég kom ekki nálægt því og á ég nú fullan ísskáp af hinni bestu berjasultu. Reyndar á eftir að koma sólberjunum í þetta form en við frænkur ætlum að skella okkur í það nú á eftir þegar störfum lýkur hér á telinu.

Berjatínsla - sultugerð - dimmkvöld minnir mann á að sumarið er að verða búið og haustið á næsta leiti. Á morgun er brottför hjá fjórum úr ungliðahreyfingunni, en skólar eru að byrja og þau að halda til byggða og gera sig klár í skólasetu. Við verðum því nokkuð fáliðuð eftir næstu helgi því þá fara nokkur til viðbótar. Þannig að já klárlega er farið að halla að hausti.

Hasta pronto


Hlaup og Kammer

 

Já var það ekki, við settið vöknuðum fyrir allar aldir nú í morgun eftir stuttan svefn við þennan líka svaka brennisteinsfnyk. Það var hringt í næturvörðinn á telinu um kl: 06:02 og spurt hvort byrjað væri hlaup en nei ekki var það nú - alla vega sagði MBL ekkert um það en það er sem sagt komi af stað núna og skýring á fnyknum fundin. Annars er hér bara hið fallegasta veður og nú er "hlauplyktin" ekki finnanleg eða við orðin henni samdauna. Í gærkveldi voru allir starfsmenn á telinu sendir með minibus út að Jökulsárlóni til að horfa á og upplifa hina árlegu flugeldasýningu þeirra lónsmanna. Útelndingarnir í hópnum voru vopnaðir myndavélum í bak og fyrir og áttu ekki orð til að lýsa þessu öllu. Við settið vorum hér á telinu við vörslu á meðan, og förum bara næsta ár.

Hér á Klaustri standa nú yfir hinir árlegu Kammertónleikar og hafa listamennirnir sem nú koma fram á tónleikunum verið hér hjá okkur í morgun- og kvöldmat síðustu viku - það er hefð fyrir því. Í dag eru lokatónleikarnir og halda þau til síns heima nú undir kvöldið.  En í gærkvöldi eftir mat trópu þau upp fyrir okkur og okkar gesti hér í veitingasalnum við mikinn fögnuð. Þessi óvænta uppákoma kom erlendum gestum okkar skemmtilega á óvart og voru þau heilluð af okkar frábæru listamönnum sem öll eru alveg yndisleg.  Takk fyrir okkur.

Hasta luego


Aftur í klaustur

 

Já mætt hér aftur eftir stutta en skemmtilega ferð í höfuðstaðinn, missti nú reyndar af "Mamma mía" en mun gera aðra tilraun síðar til að sjá þá mynd. Gamla settið mitt náði miðum en þegar kom að okkur hinum var bara því miður uppselt. Kvöldverðarboð, útréttingar vegna tilvonandi heimilis og fyrir telið var nú eithvað sem einkenndi þessa bæjarferð - hreint yndisleg tilbreyting. Það er nu eitt eða tvö handtök eftir í framkvæmdum hjá okkur en nú fer að koma að því sem er skemmtilegt, velja spá og spekulera í innréttingum, flísum og tækjum og þess háttar. Það er mikið búið að ganga á við brot, múrverk og þessháttar og erum við settið óendanlega þakklát okkar nýju nágrönnum fyrir þolinmæðina. Það er geymt en ekki gleymt - eins og sagt er.

Alltaf er það nú svo að maður þarf að koma við í Bónus áður en haldið er austur aftur og þegar ég renndi framhjá þeirri ágætis verslun við Holtagarða nennti ég einfaldlega ekki að stoppa, en sá mikið eftir því þegar ég kom á Selfoss city því þar var maður kominn í kassaröðin um leið og komið var inn í verslunina. Þannig að þar varð eitt og annað útundan sem versla átti í þessari bæjarferð þar sem einfaldlega var ekki hægt að komast að t.d hreinlætisvörum þar sem þær eru í rekkum rétt við kassana og þar var allt troðið. Maður á ekki að fara í þessa ágætisverslun á föstudegi fyrir Verslunarmannahelgi það er morgunljóst. Þannig að það er ljóst að ég þarf að halda aftur í höfuðstaðinn við fyrsta tækifæri aftur.

Buen fin del semana 

 


Jæja sæll

 

Ekki kannast ég við myndina sem efst er á síðunni minni, verð búin að læra hvernig ég breyti þessu fyrir næstu færslu. Nú er ég búin að standa upp c.a 50 sinnum til að sinna örfáum gestum með mismunandi snöfl, og pínu vesen. Ekkert vandamál enn sem komið er sem betur fer. En ekki skil ég afhverju blessað fólkið er ekki utan dyra í þessu blíðskaparveðri sem hér er núna.

Þá er að reyna aftur, snöflið búið í bili, klaki, aukakoddar, auka þetta og auka hitt. En nú eru hópar sestir að snæðingi og aðrir gestir að reitast inn í veitingasalinn. Planið er að halda í höfuðstaðinn annað kvöld að lokinni keyrslu - í veitingasalnum.

Stefnan er að skella sér í framköllun og svo á að fara í bíó með múttu, sis og dótturinni auk litla frænda að sjá "Mamma mía" hlakka mikið til. Áttaði mig á að þetta væri nú kanske ekki kjör ferðatími þar sem hin eina sanna Verslunarmannahelgi er um helgina og ekki ósennilegt að það verði meiri umferð en alla jafna á leiðinni austur aftur. En eftir þessa helgi fer að fækka í hópnum hér hjá okkur þar sem þeir fyrstu eru á heimleið eftir þessa miklu skemmtihelgi.

Hasta luego


Næsta síða »

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband