Færsluflokkur: Dægurmál

Pappírsflóð

 

 Hér í vinnunni hjá mér standa yfir breytingar, það er í konsúlatinu. Þetta er nokkuð stórt húsnæði sem á að fara að nýta betur, hér verður líka skrifstofa fyrir góðgerðarfélag. Þannig að ég er búin að vera í því að fara í gegnum gamla pappíra og henda og það ekki lítið af þeim. Hér áður voru allir bæklingar, tímarit og dagblöð geymt fyrir nú utna annað dót. Í dag er mogginn lesinn á netinu og enginn kemur hér við til að fá gamalt tímarit eða blað að láni. Mikið af pappír sem nú er á leið á haugana. Allt efni sem er innan við ársgalmalt er vel geymt það er að segja bæklingar og kort af Íslandi því nú er mikið af spánverjum á leið til Íslands ef marka má áhugann á alls skonar upplýsingum um land og þjóð.

Heima bíða mín nokkur blöð sem ég fékk send að heiman um helgina með gestum mínum. Ekki var tímanum eytt i lestur gamalla helgardagblaða að heiman. Gott að eiga þau að nú á næstu dögum eða fram að helgi en þá fæ ég aftur frábæra gesti sem verða yfir helgina. Nú á að skanna önnur mið hér í Barcelona, sem sagt tívolíið og dýragarðurinn fá frið. Nú verður farið á slóðir Skugga vindsins og gamli boergarhlutinn það er Borne skannað vel. Hlakka til.

 

Hasta pronto


Afmælishelgin hjá litla kallinum

 

Þá er aftur kominn mánudagur, en þessi helgi er búin að vera yndisleg. Fékk heimsókn á föstudag, gesti sem eru að fara heim í kvöld. Litli kallinn átti afmæli í gær og var farið í dýragarðinn og tívolí í tilefni dagsins. Dýragarðsferðin tók nokkra klukkustundir, skoðuð var höfrungasýning en þó voru það ljónin sem þóttu mest spennandi. Þó heitt væri í gær og við á spænskum hádegisverðartíma í garðinum þá voru þau vakandi og spræk. Ekki fannst honum litla frænda mínum öll dýrin vel hrein og lagði til að þó færu nú að baða sig í þessum tjörnum sem hjá þeim voru í búrunum. Eftir dvöl í dýragaðinum tók við ferðalag upp að Tibidabo og blái skröltormutinn tekinn upp að fjalli og snigillinn lokasprettinn, þetta eru gömul farartæki og þó frændum mínum mikið gaman að fara þarna upp eftir með þeim. Eftir nokkra snúniga í hringekjum og tilheyrandi þarna hátt uppi þaðan sem gífurlega fallegt útsýni er yfir borgina var haldið til baka. Yndislegur dagur í frábærum félagsskap.

Hasta manana


Kaffiklúbbur

 

Nú erum við nokkrar konur a ýmsum aldri en eigum það sameiginlegt að vera ættaðar frá okkar fallega Íslandi, farnar að hafa það að venju að hittast á þriðjudögum yfir kaffibolla. Hittingur var í gær á torginu fyrir framan dómkirkjuna, síðast við Santa Maria del Mar þannig að nafnið á kaffiklúbbinn er komið - Kirkjuklúbburinn. Þær eru allar með börn á skólaaldri nema ég sem er svona eins og amman í hópnum. Þetta er bráðskemmtilegt, mikið spjallað og verið að bera saman bækur sínar um lífið og tilveruna hér í Barcelona. Það gengur á ýmsu hér hjá okkur í nettu basli við kerfið sem allt er frekar þungt í vöfum, eða við bara búnar að gleyma hvernig þetta er allt heima. Þannig að við styðjum hver aðra, skiptumst á upplýsingum og njótum samverunnar. En svo er það sushi klúbburinn en við erum nú bara tvær i honum ennþá og það er í hádeginu á fimmtudögum sem við hittumst og prufum okkur áfram í sushi fræðum. Það er sem sagt fullt að gera í því að hitta fólk hér og þar sem er hreint frábært.

Nú er ég loksins komin með hið margumtalaða hjólakort, nota það óspart til að fara á milli staða hér enda veður til þess. Brakandi blíða dag eftir dag og áhyggjur manna hér aukast jaft og þétt vegna yfirvofandi vatnsskorts. Á kaffihúsinu mínu í morgun þar sem hittast þeir sem vinna hér í nágrenninu og fara yfir málin, fótboltann og pólitík er aðal umræðuefnið núna VATN. Nú má fólk ekki vökva lóðina sína án þess að eiga það á hættu að verða sektað og ekki má setja vatn í sundlaugar. Það er bara byrjun apríl þannig að ótti manna við vatnsskort er eðlilegur. Svo komum við Íslendingarnir hér kunnum þetta ekki alveg og förum til að byrja með frekar óvarlega með þennan dýrmæta vökva.

Nú er von á góðum gestum í kvöld með vélinni, systir mín og tveir frændur og verður afmælisveisla á sunnudag - allan daginn þar sem á að halda upp á 4 ára afmæli litla kallsins þá.

buen fin del semana - hasta lunes

 


Hárhönnun

 

Í gær skellti ég mér á eina af hinum fjölmörgu hárgreiðslustofum hér í borg, búin að skanna þetta aðeins og skoða hvaða stofa mér fannst koma til greina. En hárgreiðslustofur eru hér á öðruhvoru götuhorni og líta út fyrir að vera eins misjafnar og þær eru margar. Ég reyndi nú að vanda valið enda ekki alveg sama hvað sett er í hárið á mér, góðu vön að heiman hjá stelpunum á Hárhönnun. Byrjað var að leita að stofu með Aveda vörur, þær hárvörur fyrir finnast ekki í henni Barcelona. Þá var skannað hvað var svona aðeins tískulegt, og fannst ein sem sagt í miðbænum rétt við Passeig de Gracia. Tókst mér að koma piltinum sem tók verkið að sér að ég vildi hafa litinn eins líkan því sem eftir var og hægt væri, það er að ég hélt. En honum fannst endilega að hárið mitt væri aðeins of dökkt þannig að hann setti ljósari lit í sem sagt ég er nokkurn veginn Legally Blond núna. Þegar hann var búinn að pensla og sletta aðeins framan í mig og klína þessu aðeins of mikið niður á ennið fór ég að hafa nettar áhyggjur af hvernig útkoman yrði.  Sleppur til en hárið sem skiptir okkur nú öll pínu máli hefur verið flottara, enda eigum við heima alveg frábært fagfólk í hárgreiðslu. Alltaf erum við jú líka að fárast yfir þvi hvað það kostar að láta klippa sig og strípa - það kostar meira hér á einni svona betri stofu sem rétt kemst með tærnar þar sem okkar fólk er með hælana.  Sem sagt ég bíð spennt eftir að sjá hvernig ljósa hárið verður eftir c.a 15 - 20 daga.

Á von á óvæntum gestum um helgina, verður ekki leiðinlegt, litli afmælingurinn frændi minn kemur með stóra bóður og múttu sinni.  Þannig að til stendur að skanna dýragarðinn og heimsækja litla tívolíið á Tibidabo hæð. Hlakka mikið til.

Hasta pronto

 

 


Mánudagur og það ekki til mæðu

 

Vorið er komið og grundirnar gróa, eða þannig nú er kuldakastið í norður evrópu sennilega búið. Það merkjum við hér á því að nú er nánast logn sólin skín og ætlar sér að halda því áfram alla vikuna og hitastigið verður um 20 gráður eins og í gær. En í síðustu viku fengum við aðeins að kenna á þessu kasti þarna fyrir norðan því hér var óvenju svalt í nokkra daga.

Klukkan breytt og það var að sjá i strætó í morgun á leið í vinnuna, að börnin sem voru flest í fylgd afa eða ömmu á leið í skólann voru ekki alveg búin að ná þessu pínu syfjuð og þreytt. En ákaffihúsinu mínu vor allir mættir og háværar umræður að vanda um boltann og stóra vandamálið VATN. Það er af mjög skornum skammti til hér í Katalóniu eftir veturinn og óttast menn hér meiri skömmtun á þeim vökva en undanfarin ár. En það er búið að kveikja á gosbrunnunum við Placa Espania ekki spáð í vatnsskort þar, enda ekki drykkjarvatn sem notað er.

Brottför og koma hjá löndum okkar hér í kvöld þannig að dagurinn verður pínu langur.

Hasta manana


Sunnudagsmorgun -

 

Einn af mínum uppáhaldsdögum sunnudagur sem sagt dagurinn í dag, ljúf tónlist hljómar, góður tími til að hita gott kaffi allt rólegt. Klukkan var færð fram í morgun um eina klukkustund þannig að segja má að við hér á Spönu höfum tapað einum klukkutíma í nótt. Sólin skín og þokan í Tibidabo minni ég sé í kirkjuna núna, einn klukkutími það er nú ekkert mál. Án efa er sunnudagur valinn til að breyta tímanum vor og haust til að við mætum á réttum tíma í vinnu á morgun mánudag, einn dag í aðlögun á nýjum tíma.

Nú er stefnan tekin niður í bæ að hitta vini frá Klaustrinu mínu sem hér eru á ferð spranga um Gottneska borgarhlutann og hafnarsvæðið, skola niður kaffibolla eða tveim og kíkja á einn til tvo smættlustaði.

Hasta pronto


Flensa

 

Þá er nú flensa að herja á mann hér, er búin að fá einn skammt reyndar í fluttningunum heima og gat þá kennt veðrinu heima um. En nú er ekki því að heilsa það er flensu ástand hér í Barcelona líka. Hiti og endalaust nefrennsli og hálsbólga lítið skemmtilegt, og frekar óþægilegt fyrir fararstjóra sem þarf að nota röddina á morgun í skoðunarferð. En ég á von á Panodyl hot með vélinni í kvöld þökk sé kveskörungi einum heima á Fróni sem ætlar að koma því til mín. Þessi verningur fæst sem sagt ekki hér í borg Börsunga, búin að fara á nokkur apotek og hér hrista menn bara hausinn þegar ég spyr á mínu Spanglish um duft til að setja í heitt vatn og drekka sem heitir Panodyl hot.

Annars er nú lífið hér að falla í sínar föstu skorður eftir páskafríið, nema strætó það er að segja vagnstjórarnir, þeir eru annan hvern dag í "rólegheitum". Sem þýðir að þeir aka þriðju hverja ferð eða svo eða bara ekkert þann daginn. Þannig að þá er bara að stökkva á næstu jarðlestarstöð og troða sér í eina lest sem er á leið c.a á þann setað sem leið manns liggur hvert sinn.

Á morgun er það borgarferð á slóðir Gaudis,  en ég og hans verk hér erum nú að ná saman og hef ég mikla ánægju af og er alltaf uppgötgva eithvað nýtt. Enda óendanlega mörg smáatriði á hverjum stað og hver með sitt sérkenni. Eitt þó sameignlegt tengist trú og náttúru.

Hasta luego


Mismunur

 

Það er nú svo að einhvern veginn finnst manni ástandið heima ekki vera beint til þess fallið að það sé efsta hugsun að drífa sig heim á klaka. Ef ekki væri maðurinn sem enn er við vinnu heima, börn og aðrir fjölskyldu meðlimir væri mikið freistandi að fresta heimferð um óákveðinn tíma. Ekki það að alltaf er maður meðvitaður um að gengi á gjaldmiðli þessa lands hin eina sanna EVRA er að kosta óhemju margar krónur. Húsaleiga er sennilega svona svipuð og í miðborg Reykjavíkur þó ekki sé ég með verðlag þar á tæru. Rafmagn og gas kostar heldur meira og svo blessað vatnið það er töluverður útgjaldaliður hér sem er minni heima á Fróni. Matur er ódýrari þó heimamönnum þyki allt orðið mikið dýrt hér, en svo eru það launin séu þau á Spænska vísu eru þau lág að okkar mati. Niðurstaðan hér er hægt að komast af með mun minna en heima, ekki endalaust kapphlaup við að kaupa allt nýtt og þar kemur sennilega að því að hér eru menn meira utan heimilis að hitta vini og vandamenn enda veður og verðlag til þess fallið.

Þessi hugrennig kom nú bara eftir lestur á Mogganum og þeim pistlum sem þar er að finna, en alltaf er maður nú jafn stoltur þegar maður er að segja frá hinu eina sanna Íslandi. Þannig háttar nú hér í minni vinnu að hingað koma Spánverjar og hringja til að fá upplýsingar um land og þjóð. Mikið spurt um hvað hitt og þetta kosti, og nú er hægt að segja þeim að þeir fái fullt af krónum fyrir sínar evrur. Útskýra þarf hvað tekur langan tíma að fara á milli staða svona nokkurn veginn allavega, og að ekki sé hægt að stytta sér leið yfir hvítu klessuna á kortinu sem sagt Vatnajökul. Mismikið er fólk búið að lesa og kynna sér land og þjóð, en sem betur fer flestir mjög vel undirbúnir.

Hasta pronto

 


Strönd og mannlíf þar

 

Það var staðið við það i morgun eftir að búið var að skúra allt út og viðra (tímanum ekki eytt í það með gamla í heimsókn í rómantískri flensu) að rífa fram skokk skóna og fara niður að strönd. Skokkað hinn venjulega rúnt sem reyndar stendur til að lengja á næstu dögum. Sá ég þá að það var búið að opna alla strandbari sem selja kaffi fram eftir degi sem og aðra drykki, sólbekkir mættir á svæðið og búið að græja sturtur og snyrtingar sem sagt allt tilbúið fyrir efðbundið strandlíf. Ekki vantaði heldur fólkið til að njóta alls þessa, heimamenn í sínum flíspeysum og úlpum en við útlendingarnir á stuttermabol enda ekki úlpuveður í dag. Ég er nú reyndar hin mesta kuldaskræfa og er með dágóðan lager af Cintamai og 66 N fatnaði en í dag var mér of heitt í langermabol á skokkinu. Ekki var þó lagst í sólbað þennan daginn en ég sá að það er tilvalið að taka með sér eina eða tvær evrur og fá sér einn góðan kaffibolla og njóta sólar áður en haldið er heim í sturtu. Efast nú reyndar alveg stórlega um að það teljist til hollustu en einn til tveir bollar á dag er það ekki bara í lagi.

Tæknin er hreint yndisleg allavega stundum ekki satt, nú er ég komin með svokallaðan tölvusíma sem er tær snilld. Get talað við vini og vandamen án þess að borga mökk af rándýrum evrum fyrir. Sem sagt bara fast gjald og ég er á línunni nokkuð lengi eða þannig bara frábært. Þarf heldur ekki að því að mér er sagt að óttast að hafa ekki góða nettenginu þar sem hið eina sanna Telefonica er með sendi hér rétt í nálæðinni. Ég er því í góðum málum með þessa hlið tæknimála, segi nú líka stundum hvernig fórum við að hér áður að vinna erlendis, engar tölvur, engir farsímar og við fararstjórar bara roleg úti á götu og svona vonuðum að rútan okkar kæmi nú á réttan stað á réttum tíma. Í dag er það farsíminn og tölvan sem eru okkur lífsnauðsynleg án þeirra værum við sennilega töluvert fleiri að sinna þessu starfi hér núna.

Nú á að setjast í sófann og horfa á eina rómantíska ræmu á spænsku svona til að ná betri tökum á Spanglishinu án Katalónskra áhrifa.

nos vemos


Páskar - búnir þetta árið

 

Alltaf er það nú eins fríið er búið og það er alls ekki búið að gera nema brot af því sem gera átti. En við settið gerðum þó alveg helling, fórum meðal annars í 2 daga til Kanarí, í afmælisboð hjá pabba, mikið gaman þar. En þó innanlandsflug sé tekur það rúmlega þrjá tíma, niður alla Spönu eins og kallinn minn segir og svo yfir hafið. Þar var nú heldur hlýrra en hér þó hér sé fínt veður. Semsagt það þurfti að skella á sig sólarvörn og draga fram sandala og ermalausa boli. En nú tekur vinnan við aftur þeir gestir sem verið hafa hér páskahelgina eru flestir að halda heim á leið í kvöld og því miður taka þau kallinn minn með sér, en hann á því miður ekki kost á að develja hér lengur að sinni. Vona nú að hann komi aftur áður en ég held heim á leið þar sem það er nú enn drjúgur tími í það, kemur í ljós og engu lofað. En nú tekur við hefðbundin vinna á skrifstofunni og við leiðsögn landa okkar um stræti og torg. Nú svo er vor í lofti og skokk skórnir verða dregnir fram aftur eftir smá hvíld og skundað verður fram og aftur hér meðfram ströndinni og reynt að koma sér í þolanlegt form áður en halda á heim á leið með hækkandi sól þar um slóðir.

Hasta manana


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svanhildur Davíðsdóttir
Svanhildur Davíðsdóttir

Í hótelstússi á Kirkjubæjarklaustri

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband