Færsluflokkur: Dægurmál
25.4.2008 | 10:11
Formúla
Já það er víst verið að keppa í Formúlunni hér um helgina. Hef nú reyndar ekki mikið orðið vör við ökuþóra eða þeirra fólk á götunum en aukinn fjöldi aðkomumanna það verður maður var við. En það ernú reyndar svo að hér er alltaf eithvað að gerast og svo er nú líka komið að þeim tíma árs að ferðamannastraumurinn eykst dag frá degi. Helgin er framundan og allt útlit fyrir að það verði nóg að gera hér í borg og án efa ekki leiðinlegt. Alla vega verður lagt upp með að hafa það mjög skemmtilegt sem ekki er nokkur vafi á að mun verða svo. Það á að skanna El Borne á morgun og kanske eithvað í Example líka, svo verða það Gaudi slóðir með að vanda. Sem sagt nokkuð gott plan í gangi, eins gott að vera vel skóaður. Hér er mikið gengið en reyndar kvarta gestir mínir nanast allir sem einn yfir því að það sé svo erfitt að labba svona mikið á malbikinu. Mikið rétt það tekur í en venst furðu vel.
Buen fin del semana y hasta lunes
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 18:50
Strand dagurinn fyrsti
Já og Gleðilegt sumar, það er komið hér þó það kallist vor til 20 júní hjá heimamönnum. En í dag var frí hjá mér og var ég staðráðin í að hafa þetta minn fyrsta strand dag. Gerði all klárt fyrir gestakomur en fæ eina yndislega vinkonuna enn í heimsókn um helgina svo kemur gamla settið á mánudag. Skokkað og skipt um föt og skundað yfir götuna og niður á strönd, með hanklæði, bók og mundi meira segja eftir gleraugum. Fann mér stað og er nokkuð klár að á svipuðum slóðum mun ég planta mér í næstu strandferðum. Góður kaffibar rétt fyrir ofan ekki blakvöllur og of langt í nektarhlutann, ekki að það trufli mig nú nokkuð. Átti rólegan og yndislegan dag þarna niður á stönd og furðaði mig enn og aftur á hvað þetta er nú sérstakt, stórborgin Barcelona hefur allt. Ekki er ég nú heldur óánægð með staðsettninguna á mínu húsnæði hér stutt í allt, bærinn og stöndin í göngu og eða hjólafæri.
Ekki mátti mín þó vera lengur á ströndinni en þessa tæpu fjóra tíma því þó vel hafi verið borið á sig af sólarvörn hefði ég ekki þolað mikið meira án þess að brenna. Allt slapp og er það nú sennilega kaffipásunni góðu sem má þakka fyrir það.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 08:50
Dagur Sant Jordi
Hans dagur er í dag og er það siður hér í Katalóniu að konur gefi karlmanninum sem stendur hjarta þeirra næst bók á þessum degi og fær í staðin rós frá honum. Hjónafólk reynir gjarnan að hittast í hádeginu tvo ein og eiga smá rómantíska stund saman, en þeir sem yngri eru nota frekar kvöldið. Sem sagt mikil rómantík í gangi hér í Barcelona í dag, allir blómasalar með stand úti við með rósir til sölu frá því snemma í morgun og bóksalar hafa verið að minna á sig alla vikuna. Þar sem minn heitt elskaði er nú staddur á klakanum þá versla ég bara lesefnið og geymi til betri tíma og rósina kaupi ég sjálf í hans nafni eða þannig. Efa það ekki eina mínútu að hann hefði verslað eina slíka handa mér, bara yndislegastur.
En það er nú reyndar stórviðburður annar í gangi hér í dag sem nokkuð mörgum þykir nú sennilega aðeins meira spennandi. Leikur í meistaradeildinni í knattspyrnu, Barcelona - Manchester United. Heyrði það á mánudaginn að það væri hægt að fá miða á littlar 70 þúsund íslenskar spírur. Held ég sleppi því nú bara alveg. Það er ekki spurning um að það verður mikið margt um manninn í bænum bæði fyrir og eftir leik í kvöld. Gangi Börsungum sem allra best í þessum leik, sendi þeim hér með mínar bestu óskir um gott gengi. Spurning um að finna sér einn góðan sport bar og horfa á þennan leik bara svona til að vera með í umræðunum næstu daga. Á kaffihúsinum mínu í morgun var fátt annað rætt og sportblaðið skoðað spjaldanna á milli. En ég veit næsta fátt um fótbolta og hef ekki mikið vit á hvað gengur á úti á vellinum.
Sólin er mætt og ætlar að vera hér allaveg alveg fram á þriðjudag.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 11:00
Punkteruð
Þannig var ástandið í gærkveldi, þá var mér boðið til vinafólks í kvöldmat sem að öllu jöfnu hefði nú ekki vafist fyrir mér. En þegar átti að fara að taka sig til og koma sér af stað þá var ekki til vottur af orku og sófinn og síðar rúmið með vott af skynsemi höfðu vinninginn. Það er nefnilega þannig að mánudagar eru nokkuð langir dagar hjá minni vinna og svo hin vinnan og eftir að klukka breyttist dregst fararstjóra vinnan vel fram eftir kvöldi. Ef ekki er allt á tíma eins og á föstudaginn þá er dagurinn orðinn ansi langur þegar lagst er á koddann. Þannig að skynsemin réði ég tók fram bók og henti mér í sófann með "Sér grefur gröf" þó ekki sé stefnan nú tekin á það. Þetta var nú samt pínu skrýtin tilfinning að eiga hreinlega ekki orku eftir til að fara að hitta skemmtilega vini og þeirra fjölskyldu en svona er þetta og er líðan betri og lagt upp í dag með meiri orku en í gær. Ekki er maður nú neitt ofurmenni og því hollara að hlusta á eigin líkama og ekki geyma að rækta.
Nú á sem sagt að gera tilraun til að halda áfram með líkamsrækt sem hefur fengið smá hvíld eftir flensu og heimsóknir, þannig að á morgun hefst taka tvö. Sem sagt búin að komast að því enn og aftur að ef ég er í smá tala nú ekki um sæmilegri þjálfun hef ég bara hreinlega meira úthald. Ekkert með aldur að gera, blæs bara á það enda á ég nett ofvirka foreldra sem eru um áttrætt og oft sprækari en ég.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 09:43
Sunnudagur til leti
Já það er hægt að segja góðan og blessaðan núna, þó ekki sé sól þá er hið besta veður. En að vanda þá var sól og blíða hér í gær enda var ég í borgarferð og í öllum mínum borgarferðum til þessa hefur verið gott veður. Það að fara í gönguferð um Parc Guell í góðu veðri er hreint yndislegt. En án efa ekki alveg það skemmtilegasta þegar úti er veður vott eða þannig. En nú er heldur betur að fjölga skemmtiferðaskipum hér í höfninni, í gær voru þau fjögur og það fann maður líka í borgarferinni- alls staðar mikið af fólki. Innanlands fararstjórinn minn sagði að þetta væri fyrsti dagur í hryllingnum. Hún fór í nokkra daga til Íslands í vor og átti ekki orð til að lýsa hve landið væri yndislegt, maturinn góður og fólkið almennilegt. Hún ætlar aftur í heimsókn á mikið eftir að skoða, fór þó að Jökulsárlóni og þar voru þau alveg heilluð hún og hennar samferðafólk, ég er ekki hissa einn fallegasti hluti okka ísalands.
Nú er timi til að fara að koma sér út og hreyfa sig svolítið það er bara spurning hvort það verður hjólaferð eða á tveim jafnfljótum. Bókin með ef kíkja á eitt kaffihús eða tvö.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 10:13
Fastir liðir eins og venjulega
Var þetta ekki eithvað sem var í útvarpinu hér á þeim árum þegar ég var ung - rámar í það. Sat á kaffihúsinu mínu í morgun með mitt morgunkaffi, kíkti á veðurspána í sjónvarpinu og leit aðeins fólkið sem var á staðnum. Fastagestir, allir og ég þar með talin, og allir með það sama fyrir framan sig og alla aðra daga það er í miðri viku. Ekki verið að breyta út af neinu, og allir á sama stað á kaffihúsinu líka. En þetta er fastur liður eins og venjulega einn kaffibolla þarna áður en haldið er upp. Konan á stólnum við hliðina á mér með sitt langbrauð og ég að velta því fyrir mér hvað hún geri við eitt slíkt á dag. Nú litli vinur minn í horninu alltaf með lítð staup af rauðvíni, hluta úr langloku og ólífur. Stóri háværi maðurinn á kantinum vinnur á bensínstöðinni sem er hér niðri og hefur háværa skoðun á öllum málum. Boltinn er eithvað sem mikið er rætt alla daga, sem og vatn en nú kætast menn aðeins hér því nú safnast nokkrir dropar í vatnsbólin um helgina. Ferðamenn ekki eins glaðir með það en það er jú aldrei hægt að gera -llum til hæfis og það er án efa það sem hann þarna uppi er að hugsa meira og minna alla daga.
Buen fin del semana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 09:53
Rigning
Já mikið rétt rigning sem sagt vætutíð framundan það er þessa helgi. Á þó að stytta upp og vera bjart á laugardag, enda pssar það vel ég fer í borgarferð þá með hóp. Var að velta því fyrir mér nú áðan eftir að hafa klárað hin hefðbundnu húsverk það er að stufa af og þvo - það er rigning hvað geri ég þá í dag. Frídagur í dag og ég er að leyfa mér eitt augnablik að láta vætuna trufla mig, kemur sennilega af því að það er aldrei rigning hér. En ekki ætla ég að sitja hér með kaffi í allan dag, finn mér eithvað skemmtilegt að skoða, nota daginn og fer á eithvað af hinum fjölmörgu söfnum sem er að finna hér í Barcelona. Skrítið samt hvað veður hefur mikil áhrif á okkur, eða kanske ekki. Sé að tveggjahæða bílarnir sem flytja ferðamenn á milli þekktra staða hér í borg eru allir tómir, og fáir á göngu úti við. Ekki það að það sé einhver hellidemba að er rigningarúði eins við segjum varla að það þurfi regnhlíf. En það er dimmt yfir og þoka í fjöllum, sér ekki upp í Tibidabo núna.
En ég er að græja mig til að fara út og sé þegar út er komið hvað mér dettur í hug að gera í rigningunni.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 19:09
Jæja
Þá er nú liðið fram á kvöld hér í borg Börsunga, og allt rólegt kertaljós og róleg tónlist. Himininn í mörgum litríkum tónum að ekki sé nú talað um orkuveituhúsið þeirra hér sem blasir við þegar horft er út um stofugluggann. Þreytist seint á að horfa hér út um gluggana alltaf eithvað nýtt sem fyrir augu ber. Ekki þarf hér myndir á veggi, enda eru engar en gluggarnir frá gólfi til lofts og útsýnið frábært. Ekki hægt að kvarta yfir því hér.
Á ýmsu gengur nú á mínum vinnustað þessa dagana og hrædd er ég um að Íslenskir fagmenn yrðu undrandi á vinnubrögðunum. Það er verið að bora og djöflast, mikið ryk og endalaus hávaði. Svo mikill var hann í morgun að bretinn með call centerið sitt á hæðinni fyrir neðan kom tvisvar upp til mín að kvarta. Fékk í bæði skiptin - bara tvær mínútur í viðbót - en vinir mínir sem eru þarna að vinna segja það við mig ef ég spyr þá hvenær er þetta búið. Ég á minni spanglish og fæ svar á þeirra spænsku, sem er að mínu mati pínu öðruvísi en mín en þeir eru ættaðir frá Chile eftir því sem ég kemst næst. Það er sem sagt mikið stuð að svara í símann sem hringir mikið þar sem svo virðist sem fjöldi heimamanna sé að plana ferðalag til Íslands. Dettur ekkert annað í hug en að hringja í konsúlatið til að fá upplýsingar, ekki á ferðaskrifstofu, það gæti kostað.
Nú er frídagur hjá mér á morgun og verður spennandi að sjá hvernig hefur gengið hjá knoll og tott að undirbúa allt fyrir komu þeirra tveggja kvenna sem eiga að hafa aðstöðu á sömu skrifstofu.
Hasta manana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 09:57
Vinir
Þá er helgin búin og þær stöllur vinkonur mínar kommnar heim á klakann aftur. Mikið ógurlega var gaman að fá þær í heimsókn og skella sér á smá trúnó og tala fram á nótt. Við vorum í því að fara yfir og uppfæra hvor aðra um hvað væri að gerast hjá okkur í núinu, því við höfum ekki hist allar saman í nokkurn tíma. Vinir eru yndislegir, og ég bý svo vel að eiga þá fáa en hreint út sagt yndislega. Geri nefnilega mikinn mun á því að eiga vini sem maður fer á trúnó með eða kunningja en þá á ég mjög marga. Nú er smá hlé hjá mér en svo fæ ég aftur vinkonu heimsókn áður en gamla settið mitt dettur hér inn í 10 daga. Þá verður stuð, planið er að skunda þá aðeins út fyrir borgarmörkin og skanna aðeins hvað er þar að gerast. Því það er ýmislegt að sjá og skoða hér í Katalóníu fyrir utan byggingar Gaudis og félaga hér í Barcelona.
Nú um næstu helgar er mikið að ske, stórleikur í boltanum og formúlan. Ekki hef ég hundsvit á þessum íþróttum, en er þó með eitt á hreinu að því fylgir mikið af fólki og því betra að passa sitt hafurtask extra vel. Þar sem svona uppákomur með auknum fjölda ferðamanna er því miður gósentíð fyrir þá er eru fingralengri en lög gera ráð fyrir.
Þá eru nú borvélarnar komnar í gang hér á mínum vinnustað þar sem verið er að laga loftkælinguna fyrir sumarið, og ég því hætt að geta hugsað í bili.
Hasta luego
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 20:04
Aftur helgi
Já það er aftur komin helgi og vinkonur mínar koma hingað á morgun, hlakka mikið til. Í tilefni af því var haldið í bæinn í dag og skannað allt Borne svæðið til að hafa alveg á hreinu hvert halda á. Þar er mikil uppbygging núna á ákveðnu svæði, töff veitingastaðir og litlar verslanir sem selja hitt og þetta eða allt á milli himins og jarðar. Minn uppáhalds staður í eldri hluta Barcelona, stutt að rúlla svo á hjólinu meðfram ströndinni og heim. Hjólakortið er mikið notað þessa dagana, þetta er tær snilld, en alltaf finn ég nú aðeins til með ferðamönnunum sem standa við staurinn og reyna að átta sig á hvernig þetta virkar. En lesi menn ekki katalónsku eða spænsku er ekki nokkur leið að átta sig á því.
Sem sagt það er búið að stufa af og viðra og gera allt klárt fyrir komu þeirra, og eftir mína vinnu á laugardag verður skundað af stað. Við stöllur erum nú nokkuð á sömu línu þannig að áhugasviðið er á svipuðum nótum. Í gærkvöldi hitti ég stelpurnar í kaffiklúbbnum og vorum við að fara yfir svona vinkenna heimsóknir þar sem við erum tvær í þeim pakka þessa helgi. Við skiptum nú líka um nafn á klúbbnum okkar og heitir hann í dag - Cava Club - sem er að sjálfsögðu miklu betra. En cava er spænska kampavínið fyrir þá er ekki vita. Halda á vikulega fundi á þriðjudögum, sem verður breytt í fimmtudaga ef þarf. Mikið gaman hjá okkur, líflegur hópur af skemmtilegum stelpum.
Hasta pronto
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar